Danmörk: Sýrlenskir íslamistar í nánu sambandi

Komið hefur í ljós að vígamenn sem börðust í Sýrlandi og hafa snúið aftur til Danmerkur eru í nánu sambandi sín í milli. Þetta er eitt af því sem danska lögreglan komst að eftir aðgerðir sem komu í veg fyrir hryðjuverk í Kaupmannahöfn og íslamistar áformuðu að fremja í jólamánuðinum. 

Maðurinn sem er um 20 ára var handtekin í aðgerðum lögreglu í gær.

Hann var í dag ákærður fyrir að hafa hjálpað til við að fjármagna hryðjuverk á óþekktum stað í Kaupmannahöfn. Meðal þess sem hann reyndi að kaupa voru byssur með hljóðdeyfi og skotfæri. 

Hann mætti fyrir rétt í dag skælbrosandi með dökkt al skegg í hettutreyju og gallabuxum eftir því sem segir í fréttum danskra fjölmiðla í dag.  Dómari hefur bannað að fjölmiðlar birti nöfn þeirra sem ákærðir voru í dag.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR