Búið að fylla upp í Brexit gatið – hugmyndalega séð

Macron er búinn að vera að berjast fyrir því að miðstjórn ESB skeri ekki niður í landbúnaði hjá honum, sökum þess hve samningar hans við Kínverja komu ílla niður á frönskum vínframleiðendum vegna refsitolla sem Trump beitir á þá. Hann virðist vera að vinna þetta stríð.

Charles Michel, fyrir hönd miðstjórnarinnar, hefur ákveðið að Austurríki, Holland, Írland, Þýskaland, Danmörk, Finnland og Svíþjóð skuli fylla upp í gatið sem Brexit skildi eftir sig. Frakkar og Belgar sleppa og aðrar þjóðir eru á spena.

Ekki er það nú svo að hækkun framlags sé skipt í réttu hlutfalli milli greiðsluþjóðanna. Ætlast er til þess að framlag Þjóðverja hækki um 8 milljarða punda á ári, en það eitt og sér fyllir svo til upp í tapað framlag Breta sem voru næst stærsti framlagsaðili sambandsins. En mikill vill meira og komið hefur í ljós að gatið er mikið stærra en bara tapað framlag Breta, því miðstjórnin vill nefnilega meiri pening.

Viðbótargreiðsla sem farið er fram á við Þjóðverja nema öllum árlegum styrk Frakka til landbúnaðarins frá sambandinu.

Það er því um lítið um annað að ræða fyrir Merkel en að neita þessari viðbót. Nú er að byrja enn einn slagurinn í viðbót milli þessa geðþekka fólks, til viðbótar við alla hina. Charles Michel virðist hins vegar ekki bera jafnræðiskennd í brjósti og væri betra að losa sig við hann en að taka hann í kennslustund.

En það er langt frá því að það séu bara Þjóðverjar sem eru fúlir. Spenaþjóðunum finnst Frakkar sleppa of auðveldlega, en með því að kreista franskan landbúnað, gætu þau fengið örlítið meira í sinn hlut.

Í miðjum fjárlagavanda, erfiðum Brexit samninga viðræðum, hótunum Frakka vegna fiskimiða og tollaslag við Trump, þá er Ursula von der Leyen að setja lög um jafna skiptingu kynja í stjórn einkafyrirtækja.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR