Bretar byrjuðu á því að segja að þeir ætluðu að hjálpa almenningi – Bjarni og Katrín tilkynntu að ríkisstjórnin ætlaði að byrja á að hjálpa fjármálafyrirtækjum!

Það var annar bragur á tilkynningu fjármálaráðherra Breta þegar hann tilkynnti fjárhagslegar aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirunnar en þegar fjármálaráðherra Íslendinga tilkynnti efnahagslegaraðgerðir vegna sömu veiru í gær.

Fyrsta orðið sem breski ráðherrann sagði þegar hann kynnti aðgerðirnar á þinginu var orðið „almenningur.“

Fyrsta orðið sem fjármálaráðherra Íslands sagði var „fjármálafyrirtæki.“

Eftir þessu hefur þjóðin tekið og Hagsmunasamtök heimilanna vöktu athygli á því að ekki hefði verið vikið einu orði að heimilunum.

Þegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar sést að þetta er alveg rétt. 

Það vekur líka athygli að stjórnmálamenn nota, enn eina ferðina, peninga Íbúðalánasjóðs í þágu bankanna. Hvað verður um þá peninga þar og hvernig þeir verða endurgreiddir eða hvort Bjarni og Katrín (að ekki sé talað um Íslands skelfirinn Steingrím J. Sigfússon sem lét fleygja þúsundum fjölskyldna á götuna eftir hrun og er maðurinn á bak við tjöldin í þessari ríkisstjórn) ætlast yrfirleitt til að þeir fjármunir verða greiddir til baka er óljóst. 

Ríkisstjórn undir forystu kommúnista ætlar að grípa til aðgerða sem „örvað geta einkaneyslu og eftirspurn, t.d. með skatta- eða stuðningskrefum,“ eins og segir í tilkynningu. Hvað átt er við með með…„skatta- eða stuðningskrefum,“ er líka algjörlega óljóst. Þýðir þetta það að ríkisstjórnin undir forystu kommúnista muni hækka skatta til að standa undir aðgerðum? Ekki kæmi á óvart að fjórmenningarklíkan og vinir og vandamenn þeirra í Sjálfstæðisflokknum hagnist mest á flutningi peninga almennings/Íbúðalánasjóðs til bankanna. Er það ekki rétt munað hjá ritstjórninni að ættingjar fjármálaráðherra eru umsvifamiklir í rútubílaakstri með „túrhesta?“ Eða er það bara kjaftasaga?

Í kvöld, fimmtudag, var Þórdís Kolbrún ráðherra og handbendi Bjarna Ben, eins og restin af fjórmenningaklíkunni, í viðtali við Kastljós RÚV og það eina sem henni datt í hug að segja um ástandið var að tala um, ekki um velferð almennings, heldur velferð fjármálakerfisins og ferðaþjónustunar. Eina sem gestir kastljóssins höfðu áhyggjur af voru peningar og að ekki kæmi til greina að hætta að flytja inn fleiri ferðamenn sem hugsanlega eru smitaðir af kórónaveirunni.

Hugsun ráðamanna, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða embættismenn í heilbrigðisgeiranum, virðist vera að því fleiri sem smitist, því betra. Þá gerist það að veiran vatnast út. Það er að segja að hún verður máttlausari.

En á kostnað hverra og er það ásættanleg fórn?

Vert er að rifja upp og er efni í annan ritstjórnarpistil, þegar Einar Þorsteinsson „fréttamaður“ hjá RÚV reyndi að snúa áhyggjum Ingu Sæland þingkonu og formanns Flokks fólksins, af útbreiðslu kórónaveirunnar hér á landi, upp í þjóðrembu!

Þjóðrembu!! Einar er góður fulltrúi og samnefnari orðsins „Góða fólkið.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR