Blað brotið á Norður-Írlandi: Fyrsta samkynhneigða parið gefið saman

Fyrsta samkynhneigða parið var gefið saman á Norður-Írlandi í dag og þykja það merkileg tíðindi miðað við hveru íhaldssamt og strangtrúað þjóðfélagið þar er. En þar virðist tíðarandinn eigi að síður vera að breytast líkt og annarstaðar í heiminum.

Vígslan fór fram síðastliðinn þriðjudag og segir parið, tvær konur sem eru 26 og 27 ára gamlar, að það hafi ekki endilega verið markmið þeirra að verða fyrsta samkynhneigða parið sem væri vígt saman eftir nýjum lögum sem sett voru nýlega.

Upphaflega ætluðu þær að ganga í staðfesta sambúð en þegar ljóst var að ný lög voru handan við hornið sem leyfðu að samkynhneigðir væru „giftir“ ákváðu þær að bíða. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR