Bandaríkjamenn langt komnir með bólusetningu: Íslendingar gjalda samstarfs við ESB

Þeir standa sig vel í Bandaríkjunum þegar kemur að bólusetningum.  Um 55 milljónir Bandaríkjamanna eða rúmlega sjötti hluti þjóðarinnar – hefur nú verið bólusettur. Á sama tíma hafa meira en 97 milljónir manna fengið að minnsta kosti fyrsta skot bóluefnisins. Það jafngildir um 29 prósentum af heildar íbúum. Þetta skrifar CNN. Undanfarna viku hafa Bandaríkjamenn gefið 2,8 milljónum manna bóluefni á hverjum degi.

Það er annað en hægt er að segja um Íslendinga. Hér er allt í kaldakoli varðandi bólusetningar vegna þess að ríkisstjórnin tók þá óskiljanlegu ákvörðun að hengja sig í ESB um kaup á bóluefni. Þar, eins og hér, er allt í kaldakoli varðandi bólusetningar og þó ástandið sé betra hér þegar kemur að smituðum víðast hvar í Evrópu þá hefur lítið gengið í að bólusetja fólk, líkt og í ESB.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR