Bandaríkin ekki að fara frá Írak segir varnarmálaráðherrann

Í bréfi frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem lekið var í fjölmiðla kemur fram að Bandaríkin og samherjar þeirra muni draga sig út úr Írak og sýna þannig að þeir virði fullveldi landsins og sjálfsákvörðunarrétt.

Evrópskir fjölmiðlar hafa í kvöld birt bréfið sem er á bréfsefni varnamálaráðuneytisins. En Mark Esper varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ber það til baka í samtali við Reuters. 

Bréfið er undirritað af Villam H. Seely III sem er yfirmaður herafla bandamanna í Írak. 

Washington Post hefur fengið staðfestingu tilvist bréfsins innan úr bandaríska hernum en þrátt fyrir nokkuð skýrt orðalag neitar varnarmálaráðherrann að nokkuð farar snið sé á Bandaríkjamönnum  frá Írak.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR