Athugasemd ritstjóra skinna.is við „frétt“ í Stundinni

Stundin gerir skinna.is að umtalsefni í „frétt“ í dag. Þar er ekki alveg rétt farið með eins og svo oft áður í fréttaflutningi þess ágæta miðils.

Það er rétt að ritstjóri skinna.is hefur áður verið virkur í starfi stjórnmálaflokksins Þjóðfylkingarinnar. Var þar áður formaður og síðar varaformaður. Ritstjóri gegnir þeim embættum ekki lengur og annað ágætt fólk tekið við forystu í Þjóðfylkingunni. Það er rangt að skinna.is sé í eigu eða hafi einhver sérstök tengsl við Þjóðfylkinguna utan það að undirritaður ritstjóri og eigandi skinna.is hefur fengið núverandi formann til að skrifa eina grein í miðilinn.

Það er rétt að farist hefur fyrir að skrá miðilinn hjá fjölmiðlanefnd en það verður gert fljótlega. Óþarfi er fyrir Steindór Grétar Jónsson blaðamann Stundarinnar að fara af taugum yfir því enda allar þær upplýsingar sem skráðar verða hjá fjölmiðlanefnd þegar að finna á skinna.is undir „Um skinna.is.“

Eins og við er að búast af öfgasinnuðum vinstri vefmiðli eins og Stundinni var ekki haft fyrir því að hafa samband við ritstjóra skinna.is og eiganda áður en Steindór blaðamaður missti sig í ákafanum í fréttinni. 

Að öðru leiti þakkar ritstjóri Stundinni kærlega fyrir ágæta auglýsingu.

Helgi Helgason, ritstjóri skinna.is

Uppfært: Skráningu hefur verið komið til fjölmiðlanefndar og ætti að sjást þar við uppflettingu á vef nefndarinnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR