Athafnakona skrifar grein til varnar mannréttindabrotum Kínverja?

Stjórnmálin skrifa: Grein sem athafnakonan, fyrrum þingmaður og ráðherra framsóknarflokksins, Jónína Bjartmarz skrifar í föstudags moggann hefur vakið athygli. Jónína hefur verið með rekstur í Kína og var í júní 2018 kjörinn formaður ÍKV, Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Skrif Jónínu eru athyglisverð í því ljósi að þau varpa ljósi á hræðslu erlendra athafnamanna og fjárfesta í Kína. Það rann snemma upp fyrir erlendum athafnamönnum og konum sem eru með starfsemi í Kína að spili menn ekki með upphafningu kínverskrastjórnvalda á sjálfum sér, hvað þá að gagnrýna þau, þá getur öll fjárfesting tapast á einni nóttu. Kínverskir fjárfestar og athafnamenn sem voga sér að gagnrýna stjórnvöld vakna upp daginn eftir í fangelsi. Um það eru fjölmörg dæmi.

Grein Jónínu ber því að skoða í því ljósi. Ekki að þessi íslenska athafnakona hafi verið heilaþvegin heldur er hún einfaldlega að gæta að eigin hagsmunum með því að hlaupa til og upphefja og verja mannréttindabrot stjórnar kínverskra kommúnista. Nú þegar þetta mál kemur upp varðandi Jónas Haraldsson er nauðsynlegt fyrir alla Íslendinga sem eiga í viðskiptum við Kína að sína hollustu sína við kommúnista stjórnina af ótta við fjárhagsleg skakkaföll annars. Jónína nefnir til ónafngreint fólk, útlendinga og athafnafólk, sem hún segir hafa búið í Kína í áratugi og dásami hið kínverska þjóðfélag út í eitt. Greinilegt er að Jónína hefur ekki hitt íbúa frá Tíbet eða Hong Kong? Væntanlega eru fréttir frá Hong Kong líka vestræn lygi og áróður?

Henni verður tíðrætt um að þeir, eins og hún, sem dásami ríkisstjórn alræðisstjórnar kommúnista í Kína sé borið á brýn heilaþvottur. Stórnmálin eru alveg sammála Jónínu um að auðvitað er það þvæla! Það sem býr hér undir er eins og áður hefur verið sagt peningar. Fjárfestingar Jónínu og hennar líka í Kína toppa öll mannréttindabrot Kínverja, yfirgang og frekju gagnvart öðrum? Má á grein Jónínu skilja að það sé einn stór misskilningur og áróður vestrænna fjölmiðla að framin séu mannréttindabrot í Kína. Allar greinar og frásagnir af meintum mannkærleika ríkisstjórnar kommúnista í Kína ber að skoða í því ljósi að fjárfestar og þeir sem reka fyrirtæki í Kína, og hafa eytt fúlgum fjár í að byggja upp, eru hræddir um fjárfestingu sína. Storki fjárfestar og athafnamenn kommúnistum verða þeir bannaðir.

Jónas Haraldsson lögmaður og venjulegur íslenskur launþegi er ekki sá fyrsti sem Kínastjórn bannar að koma til Kína, eiga þar viðskipti og hótar að frysta eignir hans þar.

Í þeim hópi má nefna teiknimynda fígúruna Bangsímon, John Oliver, Justin Bieber, myndin um Draugabana (Ghostbusters) og vinsæli fótboltatölvuleikurinn Football Manager svo eitthvað sé nefnt og eflaust af fleiru að taka. Grein Jónínu ættu menn að taka, ekki sem heilaþvott, heldur hræðslu við að lenda á sama lista og Bangsímon hjá kínverskum stórnvöldum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR