Árásir samfélagsmiðla á málfrelsið

Þeir sem hafa fylgst með skrifum Hugans, vita mæta vel að hann berst með kjafti og klóm gegn árásum á tjáningarfrelsið, sérstaklega málfrelsið.  

Hér hefur verið varað við árásum vinstri manna á orðaval fólks og þar með hugsanir með svo kallaðri þvingari orðræðu (compelled speech) eða sjálfsmyndarstefnuna (identity politics).

Málið snýst um að einstaklingur fái að tjá sig frjálslega og noti þau hugtök sem honum þóknast án þess að ríkisvaldið eða aðrir aðilar þvingi með lögum og refsingu einstaklinginn til að hugsa og tjá sig samkvæmt einhverjum kennisetningum hvers tíma.

En nú stafar hættan úr óvæntri átt, hún kemur ekki frá kennikreddum vinstri manna eða alræðisríkja, eins og til að mynda Kína, heldur frá miklu hættulegri andstæðingi, samfélagsmiðlunum.

Hvað eru samfélagsmiðlar? Það eru fjölþjóðafyrirtæki, oftast með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum sem halda úti tæknimiðlun og samskiptaforrit sem eiga að auðvelda samskipti fólks. Það getur haft samband við hvert annað perónulega eða miðlað upplýsingum til hóps fólks í gegnum samskiptamiðils. Allir þekkja þessa miðla, Facebook, Twitter, Instagram, Whatsapp og svo framvegis.

Miðlun upplýsinga er orðin flókin og hefðbundnir fjölmiðlar, eins og t.d. Morgunblaðið, eru orðnir stafrænir og hafa jafnvel sjónvarpsútsendingar eða útvarpssendingar. En þessi upplýsingabylting, sem líkja má við prentbyltingu Guttenbergs á 15. öld, gerir öllum kleift að vera, ,eiginn miðill”, allir geta verið ,,fréttamenn“ og án ritskoðunar. 

En nú eru samfélagsmiðlarnir að skipta sér af samskiptum fólks og hvað upplýsingar það miðlar. Hvað kemur þeim við hvað Jón eða Gunna eru að miðla eða segja? Er ekki þeirra hlutverk að skapa grundvöll fyrir samskipti fólk en ekki ritstýra hvað er sagt? Hvaða sérþekkingu hafa þeir hjá Facebook, til dæmis í umræðunni um kínversku veiruna COVID-19 til að skipta sér af? Og hvaða rétt? Við skulum ekki gleyma að það var ritskoðunin í Kína sem leyfði faraldurinn að komast á flug, þaggað var niður í kínverskum læknum sem reyndu að segja frá ástandinu í Wuhan.

Ef fólk skilur ekki hvað hér er verið að fara, skulum við taka annað dæmi. Þú lesandi góður, er í símaáskrift hjá Símanum eða Vodapone. Hvað myndi þér finnast, ef þú ert í samræðum við einhvern, að þessi símafyrirtæki myndu píppa á óþægilegar umræðum og jafnvel slökkva á símtalinu, ef það ,,fer yfir velsæmdarmörk“? Þetta er bein árás á málfrelsi þitt og er ólíðandi. Þú mótmælir strax og segir upp áskrift. En erfiðara er að hætta með Facebook, engin áskrift er þar í boði.

Eini aðillinn sem getur stöðvað þessa þróun er Bandaríkjaforseti eða Bandarikjaþing, því að stærstu samfélagsmiðlarnir eru þarlendis. Vonandi verður það gert fljótlega, ef ekki, þá finnur fólk sér annan vettvang, þegar þetta er komið yfir allan þjófabálk.

Lifi tjáningarfrelsið!

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR