Alþingi Íslendinga á villigötum?

Ýmis telja að Alþingi sem stofnun standi sig ekki sem skyldi og traust í garð þingheims meðal almennings mælist lítið. Fyrir því eru margar ástæður. Hér er tæpt á nokkrum.

Vegna þess hversu löng fríin sem Alþingismenn taka sér eru (Alþingi starfar ekki nema þriðjung úr ári), verður lítill tími til að fjalla um og taka á með vönduðum hætti um ýmis mál sem þurfa langa umræðu. Jafnvel margra ára umræðu í samfélaginu, áður en menn komast að ,,réttri” niðurstöðu og almennt samþykki þingmanna og víðtæk samstaða í samfélaginu næst. Hér eru umdeild mál oft keyrt í gegn, þrátt fyrir auðljósa og mikla andstöðu í þjóðfélaginu. Eftir situr beiskt bragð í munni marga og sumir hafa orð á spillingu.

Í Bandaríkjunum er lýðræðið þróaðra en á Íslandi og eins og hefur verið komið inn á hér, leitast Bandaríkjamenn við að koma á víðtækum stuðningi við ný lög. Þeir kalla þetta ,,,filibuster”, þegar samþykki a.m.k. 60 Öldungadeildarþingmanna er fengið við ný lög. Sem þýðir stuðningur þingmanna frá báðum flokkum við viðkomandi mál.

Tucker Carlson, þáttastjórnandi Tucker Carlson Tonight, kemur inn á þetta en hann gagnrýnir suma Demókrata sem vilja afnema þessa hefð. Hann segir: ,,Í meira en tvær aldir hefur Öldungadeild Bandaríkjaþings krafist stuðnings að minnsta kosti 60 Öldungadeildarþingmanna áður en þeir fara yfir helstu löggjöf. Það gerir ráð fyrir fyrirferðarmiklu kerfi. Þetta krefst málamiðlun og þolinmæði. Það seinkar gildistöku laga, en þetta kerfið hefur staðist tímans tönn í gegnum aldirnar. Stundum hefur öldungadeildinni verið stjórnað af Repúblikönum. Á öðrum tímum hefur það verið stjórnað af Demókrötum. En þeim staðli, staðli 60 atkvæða, oft nefndur filibuster-reglan, hefur aldrei breyst. Hún hefur verið í gildi síðan 1806, þegar Thomas Jefferson var forseti. Af hverju er það? Það er ekki bara vegna þess að öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hafa tilhneigingu til að vera hugsunarlausir varðandi hefðir, því augljóslega þeir eru það. Það er vegna þess að þetta er lýðræði. “

Komið er inn á léleg vinnubrögð Alþingis á bloggsíðunni Frjálst land í greininni: ,,Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum.” Þar segir: ,,Verstu lögin og þau sem brjóta stjórnarskrána og stjórnsýslulögin eru ættuð frá ESB og er Alþingi neytt til að samþykkja þau vegna EES. Á síðustu starfsárum Alþingis hefur slíkum lögum verið smeygt í gegnum Alþingi þegar þingmenn eru orðnir þreyttir, í lok þingsins. Lagasamþykktir síðasta daginn fyrir síðustu þinglok, 29.6.2020, eru dæmi um þetta.”

Svo eru tekin fyrir nokkur mál þessu til stuðnings, svo sem EES-reglur um plastvörur, samkeppnislög ESB, landakaup útlendinga og loftslagsmál. Allt eru þetta lög og reglur sem hafa haft hamlandi áhrif á íslenskt atvinnulíf. Í greininni segir að ,,Ríkisstjórnir hafa leikið þann leik síðan EES komst á að koma ESB-tilskipunum í gegnum Alþingi þegar alþingismenn eru ekki í skapi til að ljá málum umhugsun og meginfjölmiðlarnir að sinna sumrinu og nenna ekki að reifa vond mál sem Alþingi á að samþykkja rétt fyrir sumarlokun.”

Svo má bæta við að stjórnskipulag Alþingis hlýtur að teljast vera and-lýðræðislegt. Í fyrsta lagi starfa það í einni málstofu en áður fyrr var Alþingi skipt upp í tvær deildir. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, minntist þess í upphafi þingfundar þann 31.5.2016 að þann dag er liðinn aldarfjórðungur, 25 ár, frá því að Alþingi var gert að einni málstofu. Hann var greinilega ánægður með núverandi skipan.

Einar sagði: ,,Með þessari breytingu var sömu skipan komið á og verið hafði við endurreisn Alþingis 1845, en þá starfaði þingið í einni málstofu. Sú skipan stóð til 1874 en með setningu stjórnarskrár fyrir Ísland það ár var ákveðið að skipta þinginu í tvær deildir, efri deild þar sem helmingur fulltrúa var konungkjörinn og neðri deild þar sem fulltrúar voru þjóðkjörnir. Jafnframt var gert ráð fyrir sameiginlegum fundum, sameinuðu Alþingi, til að setja og slíta þinginu og til að skera úr ágreiningi milli deildanna þegar þær gætu ekki komið sér saman um breytingar á frumvarpi.”

Hann sagði að það var talin hafa verið til mikilla bóta fyrir störf þinganna á Norðurlöndum að hafa bara eina deild og mál fari auðveldara í gegnum þingið. En þá erum við komin inn á óvandað umfjöllun og afgreiðslu Alþingis á sumum þingmálum sem einmitt hefur hlotist af þessu skipulagi. Treyst er á nefndarkerfi sem stuðningur við þetta kerfi en á meðan ríkisstjórnin – framkvæmdarvaldið -beinlínis situr í þingsal og tekur þátt í þingstörfum og setur lög og ræður ferðinni, er það klárt að lýðræðið á Íslandi er hálfkarað.

Þingræðisreglan er ágæt út af fyrir sig en hún er sú stjórnskipunarregla að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingis. En það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin eigi að sitja við háborðið á Alþingi og afgreiða lög ofan í þingheim. Fækka mætti þingmönnum sem nemur ráðherrafjölda, afnema aðstoðarmannakerfið (láta þingmennina vinna lengur í staðinn). Ríkisstjórnin getur svo komið sínum málum í gegn með þingmönnum úr sama/sömu flokki/um á Alþingi. Núverandi fyrirkomulag er of dýrt og óskilvirkt. Í raun er hér í gildi flokksræði og ríkisstjórnir ráða för á löggjafasamkundu Íslendinga.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR