Aðgerðir Trumps í forsetaembættinu – hverju hefur verið áorkað? – Viðskiptasamningar við erlend ríki

Trump forseti hratt af stað samningaviðræður og samdi um nýjan viðskiptasamning milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó í stað NAFTA. Hann leit svo á að þessi samningur væri nauðsynlegur og kæmi í stað ,,hörmulega og gamaldags fríverslunarsamnings Norður-Ameríku – NAFTA“. Þegar Bandaríkjaþingið hefur verið samþykkt hann, mun þessi samningur Bandaríkjanna – Mexíkó – Kanada (USMCA) þjónað betur hagsmunum bandarískra verkamanna og fyrirtækja að sögn stjórnar Trumps.

USMCA samningurinn mun leiða og skapa milljarða dollara innspýtingu í framleiðslu bíla- og bílahluta í Bandaríkjunum og skapa frjálsari og sanngjarnari markað fyrir amerískan landbúnað. Bandarískir bændur fá meiri aðgang að kanadíska mjólkurmarkaðnum: Bandaríkjamenn fengu Kanada til að opna mjólkurmarkað sinn fyrir bandarískum bændum, sem var stórt mál fyrir Trump. Að auki var veitt 12 milljörðum dala aukaframlag til að aðstoða bændur sem urðu fyrir áhrifum af hækkuðum tollum Kína á bandarískar landbúnaðarvörur.

USMCA hefur einnig að geyma ákveðin ákvæði um vernd vinnuafls, umhverfis, stafrænna og hugverkaréttinda til að endurspegla veruleika efnahagslífsins á 21. öld.

Bandaríkjamenn endursömdu samninginn um fríverslun Bandaríkjanna og Kóreu til að varðveita og vaxa störf í amerískum bílaiðnaði og auka útflutning Ameríku til Suður-Kóreu.

Um þessar mundir eru Bandaríkin og Japan að hefja viðræður um viðskiptasamning milli Bandaríkjanna og Japan.

Eftir samningalotuna við Kína hefur Trump forseti snúið sér að Evrópusambandinu og er að koma á fót ný viðskiptasambandi við Evrópusambandið (ESB) og vinna að því að afnema tolla og vörugjöld við sambandið. Það stefnir í erfiðar viðræður, enda ber mikið á milli.

Betur horfir með samskipti Bandaríkjanna og Bretlands. Trump forseti hefur komið á fót vinnu- og fjárfestingarhópi til að leggja grunninn að viðskiptum eftir Brexit við Bretland og hefur tilkynnt Bandaríkjaþingi um áform sín um að semja um fríverslunarsamning við Bretland.

Bandaríkjastjórn hefur opnað ýmsa kjötmarkaði fyrir innlenda landbúnaðarframleiðslu. Má þar geta að Argentína hefur opnað fyrir innflutning á bandarísku svína- og nautakjöti; Brasilíu fyrir amerískt nautakjöt, Japan fyrir lambakjöt og ,,Idaho flís kartöflur“, Suður-Kóreu fyrir bandaríska alifugla o.s.frv.

Ein af fyrstu aðgerðum forsetans eftir að hann tók við embætti var að draga Bandaríkin út úr Trans-Pacific Partnership og hann leit svo á að störf hyrfu úr landi vegna hans. Þetta var fjölþjóðasamningur með Ástralíu, Brúnei, Síle, Nýja Sjáland, Perú, Singapúr, Víetnam, Japan, Malasíu, Kanada og Mexíkó innanborðs.

Að því er bandaríska frétta- og upplýsingavefurinn AXIOS greinir frá, hefur stjórn Trump áhuga á fríverslunarsamningi við Ísland.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR