Að sögn franskra vísindamanna er til lyfjameðferð sem styttir meðgöngutíma COVID-19

Vísindamenn í Frakklandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var grein fyrir því hvernig samblanda af malaríu- og sýklalyfjum gæti verið mikilvægt vopn í baráttunni gegn kórónuveiruna.

Vinna vísindamanna hjá rannsóknarstofuninnar IHU-Méditerranée Infection í Marseille hefur vakið heimsathygli. Þeir eru byrjaðir að skrifa lyfseðla fyrir malaríulyfinu hýdroxýklórókíns (hydroxychloroquine) og sýklalyfinu azitrómýcín (azithromycin) til handa sjúklinga þegar í upphafi þessa mánaðar. Þetta kemur fram í vísindagrein sem birt er í tímaritinu International Journal of Antimicrobial Agents. Sumir sérfræðingar hafa hins vegar einnig hvatt til varúðar varðandi notkunar lyfjasamsetningunnar á meðan lítil reynsla er komin á notkunina.

Bandaríska lyfjastofnunin FDA, hefur þegar hafið rannsókn á áhrifum hýdroxýklórókíns sem hugsanlega meðferð við COVID-19, en hún hefur ekki enn gefið neinar ráðleggingar um notkun.

Í yfirlýsingu sem gefin var út á sunnudaginn, lýstu vísindamenn IHU-Méditerranée Infection meðferðarreglur fyrir COVID-19 sjúklinga. 

„Meðferðráðið er samsetningin hýdroxýklórókín (200 mg x 3 á dag í 10 daga) + Azitrómýcín (500 mg á fyrsta degi, síðan 250 mg á dag í 5 daga til viðbótar), sem hluti af varúðarráðstöfunum við notkun þessa tengingar (þ.m.t. hjartalínurit á D0 og D2), “skrifa þeir, í þýddri yfirlýsingu. „Í tilvikum alvarlegrar lungnabólgu er einnig notað breiðvirkt sýklalyf. “

„Við teljum að það sé ekki siðferðilegt rétt að þessi samblanda skuli ekki vera kerfisbundið notuð í meðferðarrannsóknum varðandi meðferð á COVID-19 sýkingu í Frakklandi,“ bættu vísindamennirnir við.

Í ágripi rannsóknar sinnar, bentu vísindamenn á að sjúklingar „sýndu verulega skerðingu á veiruflutningi“, sex dögum eftir að meðferð með lyfjunum tveimur hófst og „mun lægri meðaltal meðgöngutímabils,“ samanborið við ómeðhöndlaða sjúklinga.

Ómeðhöndluðu sjúklingarnir voru með í rannsókninni sem neikvæð viðmið. Sex sjúklingar í rannsókninni voru einkennalausir, en 22 voru með einkenni í efri öndunarvegi og átta með einkenni frá neðri öndunarvegi.

,,Notkun lyfjablöndunnar af hydroxychloroquine og azitrhomycin er tímamótaratburður í sögu læknisfræðinnar,“ tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti á laugardaginn og hann hvatti strax til notkunar þessarar lyfjablöndu í meðferðarskyni.

Læknirinn Mehmet Oz sagði í viðtali við „Fox and Friends“  á föstudagsmorgun að hann líti bjartsýnum augum  á frönsku rannsóknargögnin. „Þessi lyf voru ótrúlega árangursrík til að draga úr veirumagninu hjá fólki sem var með kórónuveiruna COVID-19,“ útskýrði Oz. „Við gætum í raun látið þessa veiru til að hegða sér miklu líkari flensuveirunni, ef þetta reynist vera satt.“

Sérfræðingar hafa einnig hvatt til varúðar við  notkun lyfjablöndunnar. Edsel Salvana, smitsjúkdómalæknir, varaði á laugardag sjúklinga við því að taka hýdroxýklórókín og azitrómýcín nema gegn ávísun læknis. „Bæði lyfin hafa áhrif á QT bil hjarta þíns og geta leitt til hjartsláttaróreglu og skyndidauða, sérstaklega ef þú tekur önnur lyf eða ert með hjartasjúkdóm,“ skrifaði hann. „Dæmi eru um að læknar noti annað hvor eða bæði lyfin við staðfesta COVID-19 sýkingu, en undir vandlegu eftirliti,“ útskýrði hann í öðru tvíti og aldrei taka þessi lyf nema eftir læknisráði og undir ströngu eftirliti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR