Lögregla í Hong Kong spreyjaði piparúða á mannfjölda sem mótmælti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að seinka löggjafarkosningum á landsvæðinu.
Tæplega 300 manns voru handteknir í mótmælum, sem ekki hafði verið gefið leyfi fyrir í dag sunnudag.
Kosningar höfðu átt að fara fram í dag 6. september en ríkisstjórnin frestaði þeim um eitt ár og sagði að það væri nauðsynlegt vegna aukningar á kórónaveirusýkingum.
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að nota heimsfaraldurinn sem tilefni til að koma í veg fyrir að fólk kjósi.
Andófsmenn höfðu vonast til að ná meirihluta í löggjafarþinginu (LegCo) og nýttu sér reiði vegna setningar Peking á umdeildum þjóðaröryggislögum í Hong Kong og óttast fólk að frelsi svæðisins sé enn meir skert, þetta sé bara byrjunin á enda þeirra sjálfstjórnar sem Hong Kong þó hefur í dag.
Hong Kong, fyrrum nýlenda Breta, var afhent Kína árið 1997 samkvæmt samningi sem ætlað var að tryggja mikið sjálfræði í 50 ár.
Frambjóðendur sem talað hafa fyrir lýðræði höfðu náð fordæmalausum árangri í hverfisráðskosningunum í fyrra og höfðu unnið 17 af 18 ráðum.
Hvað er það nýjasta frá mótmælum sunnudagsins?
Þúsundir manna fóru um götur Hong Kong í tilefni dagsins í dag, þegar kosningar hefðu átt að fara fram.
Syngjandi „Gefðu mér aftur kosningarétt minn!“, gengu mótmælendahópar um stuttu áður en þungvopnaðir óeirðalögreglumenn stóðu frammi fyrir þeim.
Að minnsta kosti 289 manns voru handteknir, að því er fjölmiðlar á staðnum greina frá.
“Ég vil fá kosningarétt minn! Skammist ykkar fyrir að fresta kosningum!,” var haft var eftir Leung Kwok-hung, einum þeirra sem voru í haldi á sunnudag, á vefsíðu South China Morning Post.
Áður var hátt settur stjórnarandstæðingur, Tam Tak-chi, í haldi, sakaður um að halda ræður sem gætu ýtt undir hatur og fyrirlitningu á ríkisstjórninni.
Hann var í haldi lögreglu sem vann að því að framfylgja þessum nýju ströngum lögum um þjóðaröryggi á kínversku svæði, sem sett voru af Peking stjórninni í júní og gera margs konar stjórnmálatjáningu að glæp.