Sjúkrahús í New York meðhöndla sjúklinga með kórónaveiru með C-vítamín

Alvarlega veikir kórónuveirusjúklingar í stærsta sjúkrahúsakerfi New York fylkisins fá stóra skammta af C-vítamíni – og er sú lækningameðferð byggð á jákvæðum fregnum um að það hafi hjálpað fólki í Kína. Þetta kemur fram í New York Post. 

Dr. Andrew G. Weber, lungnalæknir og starfar á tveimur Northwell heilsugæslustöðvum á Long Island, sagði að gjörgæslusjúklingar hans með kórónuveiruna fengju strax 1.500 mg af C-vítamíni í bláæð. Samþykkt magn af öflugu andoxunarefninu er síðan gefið aftur þrisvar eða fjórum sinnum á dag, sagði hann.

Hver skammtur er meira en 16 sinnum meiri en daglega ráðlagður skammtur National Institute of Health fyrir C-vítamín, sem er aðeins 90 milligrömm fyrir fullorðna karla og 75 milligrömm fyrir fullorðnar konur.

Meðferðarúrræðið er byggð á tilraunameðferðum sem gefnar voru fólki með kórónuveiruna í Shanghai, Kína, að sögn  Dr. Andrew G. Weber. „Sjúklingarnir sem fengu C-vítamín stóðu sig verulega betur en þeir sem fengu ekki C-vítamín,“ sagði hann.

Talsmaður Northwell – sem rekur 23 sjúkrahús, þar á meðal Lenox Hill sjúkrahúsið í Upper East Side í Manhattan – sagði að C-vítamín væri „mikið notað“ sem kórónuveirumeðferð í öllu kerfinu en benti þó á að reglur við lyfjameðferð væru breytilegar frá sjúklingi til sjúklings.

Um 700 sjúklingar eru meðhöndlaðir vegna kórónaveirusmits á sjúkrahúsnetinu, sagði Molinet, en óljóst er hve margir fá C- vítamínmeðferðina.

C-vítamínið er gefið til viðbótar við lyf eins og malaríulyfið hýdroxýklórókín (hydroxychloroquine), sýklalyfið azitrómýcín (azithromycin) og önnur lyf, sagði Weber.

Frá og með þriðjudeginum hafa sjúkrahús í New York leyfi alríkisyfirvalda til að gefa sjúklingum blöndu af hýdroxýklórókíni og azitrómýcíni til handa fársjúkra sjúklinga á grundvelli „mannúðarástæðna“.

Klínísk rannsókn á árangri C-vítamíns á kórónuaveirusjúklingum hófst 14. febrúar á Zhongnan-sjúkrahúsinu í Wuhan, Kína, miðju heimsfaraldursins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR