Sum barna með kórónuveiruna fá alvarleg sjúkdómseinkenni, samkvæmt nýlegri rannsókn

Ungabörn og börn á leikskólaaldri eru í sérstaklega mikilli hættu á að fá alvarleg einkenni þegar þau smitast af kórónuveirunni, þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var á netinu í tímaritinu Pediatrics á miðvikudag. og Fox news birti.

Þrátt fyrir að hlutfall alvarlegra tilfella hjá börnum sé mjög lítið – næstum 6 prósent af 2.143 tilfellum barna yngri en 18 ára, þá er það svo að þeir einstaklingar sem fá alvarleg einkenni sjúkdómsins, upplifa alvarlega öndunarerfiðleikar.

Vísindamenn skoðuðu tilfelli barna víðsvegar í Kína sem tilkynnt var til kínverskra heilbrigðisyfirvalda og frá og með 8. febrúar í tengslum við veiruna.

Þriðjungur tilvika var prófaður jákvæður fyrir COVID-19 með rannsóknarstofuprófum, en hin tilvikin eru talin með þar sem grunur leikur á smit og byggist á sjúkdómseinkennum barnsins, röntgengeislun á brjósti, blóðrannsóknum og hvort barnið hafi verið útsett fyrir fólki með kórónuveiru.

Um það bil helmingur barnanna var með væg einkenni, svo sem hiti, þreyta, hósti, þrengslum og hugsanlega ógleði eða niðurgangur. Meira en þriðjungur – um það bil 39 prósent – varð í meðallagi veik og sýndu viðbótareinkenni, þar með talið lungnabólgu eða lungnasjúkdóm sem kom í ljós í CT skönnun, án augljósrar mæði. Um það bil 4% höfðu engin einkenni.

Alvarlegustu einkennin voru til staðar í litlum hópi eða 125 barna.

Þrettán af þessum börnum voru skráð í „hættu ástandi“ og voru á barmi öndunar- eða líffærabilunar. Hin börnin voru flokkuð sem „alvarleg“ vegna þess að þau voru með öndunarerfiðleika.

Einn 14 ára drengur með staðfesta kórónaveirusýkingu lést, að sögn Shilu Tong, yfirmaður rannsóknarinnar, en hann er forstöðumaður deildar klínískra faraldsfræði og líffræðilegra rannsókna við barnalækningamiðstöðina í Sjanghæ.

Þrátt fyrir að rannsóknin hafi komist að þeirri niðurstöðu að börn almennt sýni minna alvarleg einkenni en aldraðir – sem eru taldir vera í áhættuhópnum sem smitast af veirunni – eru forskólabörn og ungbörn í hópi viðkvæmra íbúa landsins gagnvart veirunni.

Vísindamenn eru enn undrandi á því hvers vegna börn verða fyrir minni áhrifum af veirunni en fullorðnir, en rannsóknin benti til að ein möguleg ástæða fyrir þessu sé vegna þess að viðtakinn í lungunum sem COVID-19 binst,  er minna þróaður hjá börnum en hjá fullorðnum.

Þetta er áhyggjuefni í ljósi þess að landlæknir Íslands og smitsjúkdómulæknir hafa ítrekað fullyrt á daglegum fréttafundum að kórónuveiran leggist ekki illa á börn. Leikskólar og skólar með yngsta stig, ættu að hafa þetta í huga.

Þetta sýnir einnig að ekki eru öll kurl komin til grafar hvað varðar afleiðingar þess að fá kórónuveirusjúkdóminn. Enn vitum við ekki raunverulegt mannfall vegna veirunnar og síðbúnar afleiðingar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR