Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis að setja á samkomubann.
Samkomur verða takmarkaðar í 4 vikur og miðað er við 100 manns, fleiri en það mega ekki safnast saman. Vinnustaðir þar sem fleiri en 100 vinna þurfa því að gera ráðstafanir samkvæmt því. Framhaldsskólar og háskólar loka og verður kennt í fjarnámi og verður þessi ráðstöfun auglýst í stjórnartíðindum.
Grunnskólum verður ekki lokað að sinni en gætt verður að því að börn séu ekki saman í stærri hópum.
Bannið tekur gildi 15. mars.