Víða vírus en bara í mannfólkinu: Matvælastofnun varar við vírus í evrópskum tómötum

Íslenskir garðyrkjubændur hafa verið varaðir við nýlegum plöntusjúkdómi sem hefur greinst í nokkrum löndum Evrópusambandsins. 

Vírusinn leggst aðallega á tómat og papriku og lýsir sér í því að ávextirnir fá lýti, eins og til dæmis mar eða gular og brúnar skellur.

Vírusinn dreifist með snertismiti frá samgangi, fatnaði, verkfærum og öðru sem kemst í beina snetringu við plöntur.

Matvælastofnun biður bændur um að hafa strax samband ef þeir verða varir við smit hér á landi. 

Bændablaðið greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR