Alltaf verið erfiðast að eiga við vinstristjórnir í kjaramálum

Orð Dags B. Eggertssonar, um að nauðsynlegt væri að verkafólk sé á lægri launum en aðrir, hefur hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Samningaviðræðum milli Eflingar og borgarinnar sem vera áttu hjá sáttasemjara var frestað þar sem sáttasemjari taldi það gefið fyrirfram að ekkert myndi gerast. Orð Dags komu mörgum á óvart en í því samhengi er vert að rifja upp orð Gylfa Arnbjörnssonar fyrrum forseta ASÍ sem hann lét falla í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum, að þær ríkisstjórnir sem verst væri að eiga við þegar kæmi að samningum um kaup og kjör væru vinstriríkisstjórnir. Í kveðjuræðu sinni í október 2018 þegar Gylfi lét af starfi sem formaður ASÍ rifjaði Gylfi þetta meðal annars upp og sagði þetta um Vinstri græna og aðkomu þeirra að kjaramálum:

„Til þess að bíta höf­uðið af skömminni lét rík­is­stjórnin síðan ólög­legar nið­ur­stöður Kjara­ráðs standa og heykt­ist við að taka til baka ofur­hækk­anir stjórn­mála­manna og æðstu emb­ætt­is­manna. Til­laga ASÍ var sam­staða allra um nýjan þjóð­ar­sátt­mála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveit­ar­fé­laga af hag­vexti yrði varið til efl­ingar vel­ferð­ar- og félags­mála. Því miður var rík­is­stjórn­in, undir for­sæti Vinstri Grænna, ekki til­búin til þess þessa verks og því var mið­stjórn ASÍ nauð­ugur sá kostur að hafna þátt­töku í þjóð­hags­ráði sem átti að vera sam­ráðs­vett­vangur aðila til þess að tryggja hér efna­hags­legan og félags­legan stöð­ug­leika. Í allri þess­ari umræðu hefur það alltaf legið ljóst fyr­ir, að ASÍ myndi aldrei sætta sig við aukin ójöfnuð og mis­rétt­i,“ segir hann.

Margir líta á orð Dags sem menntahroka og andstæðingar líta á þau sem afhjúpandi fyrir þá fyrirlitningu þeirra, sem kalla sig jafnaðarmenn, á þeim sem þeir hafa alla tíð sagst vera að standa vörð um. Orð borgarstjórans virðast hafa hleypt samningaviðræðum í hnút í borginni og hefst verkfall Eflingarfólks á hádegi í dag og stendur til 13. febrúar. Um 3500 leikskólabörn munu verða fyrir áhrifum verkfallsins, 1600 notendur velferðarþjónustu og sorphirða mun raskast, svo eitthvað sé nefnt. Búast má við að frekari harka hlaupi í aðgerðir Eflingar á næstu dögum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR