Sigurður Bjarnason skrifar.
Það hefur ekki farið mikið fyrir kynningu á sambandi innan Evrópusambandsins. Þessi ríki spanna svæði frá Eystrasalti til Svartahafs og Adríuhafs. Þetta eru svo kölluð 3ja Sjávar Frumkvöðlarnir (Three Seas Initiative). Samtals eru þessi lönd tólf og eru þau Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmernía, Slóvakía og Slóvenía.
3ja Sjávar Frumkvöðlalöndin eru Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmernía, Slóvakía og Slóvenía.
3ja Sjávar Frumkvöðlarnir var stofnað árið 2016 og var stofnfundur þess haldinn í Dubrovnik í Króatíu dagana 25. og 26. ágúst. Gestafyrirlesarar voru tveir. Fyrri var aðstoðarmaður utanríkisráðherra Kína, Liu Haixing, og talaði hann um tengingu 3ja Sjávar Frumkvöðlanna við Belti og Veg (Belt and Road). Seinni gesturinn var hershöfðinginn James L. Jones, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, og ræddi hann um hlutverk 3ja Sjávar Frumkvöðlanna um þróun og öryggi í Evrópu. Nýja sambandið gaf yfirlýsingu eftir fundinn að rætt hafi verið um að hefja samstarf í efnahagsmálum, orkumálum og samgöngumálum.
Eins mikið og talað er um góða samvinnu innan ESB og hvað öllum líður nú vel í þessu draumasambandi, þá kemur það svolítið á óvart að forsetisráðherra Póllands, Andrzej Duda, skulu hafa sagt eftir stofnfundinn að þetta framtak sé til að stuðla að einingu og samheldni í Evrópu. Ekki kom fram hvort hann átti bara við Mið-Evrópu, Evrópusambandið eða alla Evrópu. Það er frekar ólíklegt að hann hafi verið að tala um Evrópusambandið því aðeins tveimur mánuðum fyrir stofnfund 3ja Sjávar Frumkvöðlanna kaus breska þjóðin að yfirgefa Evrópusambandið. Með Brexit og stofnun ríkjasambands tólf landa innan ESB, lítur þetta út allt fyrir að vera eitthvað allt annað en að stuðla að einingu, þ.e.a.s. innan ESB.
Annar fundur hjá 3ja Sjávar Frumkvöðlunum var haldinn í Póllandi dagana 6. og 7. júlí.
Gestur fundarins var Trump forseti Bandaríkjanna.
Fundur númer tvö var haldinn í Póllandi dagana 6. og 7. júlí árið 2017 og meðal gesta var Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Flest dagblöð skrifuðu um heimsókn Trumps til Póllands, en lítið fór fyrir fréttum um 3ja Sjávar Frumkvöðlanna. Á fundinum samþykktu öll tólf ríkin áður rædda samvinnu í efnahagsmálum og stofnað var viðskiptaráð.
Hvort að Trump hafi boðið 3ja Sjávar Frumkvöðlunum eitthvað sérstakt er ekki vitað, en vitað er að Brussel er ekki í uppáhaldi hjá honum. En fríverslunarsamningur við Bandaríkin, Bretland og frjáls viðskipti við Rússland og umheiminn gæti verið freistandi. Þjóðverjar fylgjast vel með nýja sambandinu sem virðist vera komið til að vera en hvernig þau koma til með að haga sinni framtíð á eftir að koma betur í ljós.
Þriðji fundur 3ja Sjávar Frumkvöðlanna var haldinn daganna 17. og 18. september 2018 í Rúmeníu.
Þriðji fundurinn var haldinn í Rúmeníu dagana 17. og 18. September 2018. Á fundinum var áður rædd samvinna samþykkt í orkumálum og samgöngumálum ásamt samvinnu á stafrænasviðinu. Einnig var samþykkt viljayfirlýsing um að stofna fjárfestingasjóð. Þáverandi framkvæmdastjóri ESB, Jean-Claude Juncker, og Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands fengu að vera á fundinum sem áheyrnargestir ásamt þáverandi orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Rick Perry.
Það mjög ólíklegt að eitt af þessu ríkjum muni yfirgefa sambandið. Flest þeirra fá meira frá sambandinu en þau borga í það. Þó eitthvert þessara ríkja eigi í meiri viðskiptum við Rússa heldur en við Evrópusambandið sjálft, þá þurfa þau, eins og er, á innri markað sambandsins að halda. Eini hagvöxtur í Evrópusambandinu til margra ára hefur verið hjá þessum þjóðum og tekur sambandið sér heiður af því, en í raun er hagvöxturinn byggður á markaðsvæðingu í stað miðstýringar. Því til staðfestingar má benda á að hagvöxtur Rússlands frá því árið 2000 til 2018 er u.þ.b. helmingi meiri en hjá 3ja Sjávar Frumkvöðlunum á sama tíma, en Rússar fóru líka úr miðstýrðu hagkerfi í markaðsvæðingu.
Fjórði fundur 3ja Sjávar Frumkvöðlanna var haldinn í Ljubljana í Slóveníu dagana 5. og 6. júní árið 2019. Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands og þáverandi framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, forseta Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier og orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Dan Brouillette, voru áheyrnargestir.
Fimmti fundur 3ja Sjávar Frumkvöðlanna verður síðan haldinn 19. og 20. október á þessu ári í Tallinn á Eistlandi, en engar upplýsingar hafa verið gefnar upp um fundaefni hans.
Mið-Evrópuríkin byrjuð að mynda hernaðarbandalag árið 2010. Það var síðan árið 2015/16 sem samvinna fór að snúast meira um flóttamannastrauminn til Evrópu. Þessi lönd eru Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Króatía og Pólland er með áheyrnarfulltrúa. Hernaðarbandalagið er kallað CEDC (Central European Defence Cooperation). Samstarfið gengur út á að miðla varnarviðbúnaði og halda sameiginlegar heræfingar. Forseti hernaðarbandalagsins er kosinn árlega. Öll ríkin eru í ESB og öll nema Austurríki eru í NATO.
Það er mikið um hótanir og þvinganir hjá Brussel og hafa þær meira að segja náð til Íslands. 3ja Sjávar Frumkvöðlarnir er skýrt dæmi um andsvar við því og verja þau hvort annað í þeim málum þar sem samþykki allra aðildaþjóða þarf. Framkoma ESB við Breta er þeim til skammar, en þau geta ekki séð það og segja að það sé til sérstakur staður í helvíti fyrir breskan almenning. Á Ítalíu hefur Matteo Salvini verið sviptur þinghelgi svo Brussel geti sótt hann til saka fyrir meðferð hans á efnahagsflóttafólki. Hann gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.
Evrópusambandið virðist snúast mest um hótanir, þvinganir og valdabrölt og er farið að líkjast sápuóperu, ekkert ólíkt „Guiding Light“ og „Dallas“. Greinarhöfundur missti eitt sinn af 36 þáttum í röð af Dallas og gat samt haldið söguþæðinum. Spennumunurinn á milli Dallas og ESB er að sá síðar nefndi er líka að berjast upp á líf og dauða.
3ja Sjávar Frumkvöðlarnir eru viðbót í nýrri seríu í þessari óperu og verður spennandi að fylgjast með nýjum þáttum á komandi misserum.