300.000 Svíar finna enga lykt

Talið er að um 300.000 Svíar hafi misst lyktarskynið eftir að hafa fengið Covid-19. Hundruð sjúklinga eru í biðröð eftir aðstoð.

Í Svíþjóð eru tvær heilsugæslustöðvar fyrir lyktar- og bragðsjúkdóma, önnur á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge, hin í Lundi. Á meðan sú fyrsta opnaði í september hefur móttakan í Lundi verið til í nokkur ár. Í gegnum kórónufaraldurinn hefur aðsóknin verið mikil.

– Við fáum sjúklinga alls staðar að úr Svíþjóð. Ég fæ bréf heim til mín og það er haft samband við mig úr öllum áttum, segir Charlotte Cervin-Hoberg, sem er lífeindafræðingur í eyrna-nef og hálssjúkdómum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR