Vísir kominn í kosningaham – Ræðst harkalega á Guðmund Franklín Jónsson

Lengi hefur verið vitað að þeir sem standa að visir.is eru hlyntir vinstri skoðunum og vinstri hreyfingum. Þeir ráðast á allt sem minni á hægri stefnuna og samnefnara þess. Helsti samnefnari hægri manna í dag er Donald J Trump. Að taka sér nafn hans í munn að mati vinstri manna, er nánast guðlast og sá maður sem vogar sér það er dæmdur ótækur og óferjandi.

Heimir Már reyndi þessa taktík á Guðmund Franlín í Víglínunni á Stöð 2 og reyndi að tengja hann við Donald Trump, eins og það væri eitthvað skammarlegt að tala um eða virða leiðtoga hins vestræna heims. Donald Trump er blótsyrði í munni vinstri manna.  Guðmund Franlín sagist dáðst að efnahagsstefnu hans, enda hagfræðingur og sér hvað gott hefur verið gert.

Frægt er nú orðið er Heimir Már hóf riflildi við forsetaframbjóðandann í forsetakappræðunum á Stöð 2 og í stað þess að stjórna þættinum, voru þeir í deilum.  Setja má að Stöð 2, Fréttablaðið og Vísir (visir.is) séu undir sama hatt enda allir með sömu ritstjórnarstefnuna. Þess má geta að Helgi Magnússon fjárfestir keypti helmings hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg ehf, en Guðmundur Franlín segir að Helgi sé stuðningsmaður Guðna Th Jóhannessonar, núverandi forseta Íslands. Þaðan megi rekja fréttastefnuna gagnvart honum en óhætt er að segja að sjaldan eru látin fallin jákvæð orð um Guðmund Franklín eða framboð hans í þessum fjölmiðlum.

Einstaklingurinn Guðmundur Franklín er dreginn fram og fortíð hans. Allt sem telja má vera neikvætt, er dregið fram. Sjá má þetta í ,,frétt“ dagsins í dag á visir.is. https://www.visir.is/g/20201980228d/sam-saeris-kenningar-og-framand-legar-full-yrdingar-for-seta-fram-bjodanda

Þar má sjá á forsíðu vefmiðilsins samsetta mynd, sem sýnir Guðmund Franklín í félagskap ,,vondu mannanna“ og í félagsskap Útvarps sögu, sem er að sjálfsögðu af síðustu sort að tengjast.

Ekki byrjar ,,fréttagreinin“ á jákvæðum nótum, sem líkist öllu heldur samtekt á öllu ljótu sem þeir gátu fundið á Guðmund. Ekkert jákvætt er dregið fram.

Svona byrjar greinin: ..Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár.“

Svo voru ummæli Guðmund Franklín um ýmis mál nýtt gegn honum, svo sem hælisleitendur, en þar varaði hann við að karlmenn í hópi þeirra gætu nýtt sér kerfið á Íslandi. Hann varaði við að Íslendingar væru að skipta sér af innanríkismálum Filippseyja og varaði við þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi kemur fram í greininni. Vel getur verið að Guðmundur hafi eitthvað til síns mál. Erlendir hælisleitendur með tilhæfu lausar hælisleitendaumsóknir gætu nýtt sér kerfið. Eins getur verið hæpið að skipta sér af innanríkismálum erlendra ríkja. Íslendingar myndu bregðast ókvæða við ef Filipseyingar myndu skipta sér af innaríkismálum Íslands. Viðskiptaþvinganir Íslands gegn Rússland, sem íslensk stjórnvöld hafa séð mikið eftir og voru á vegum ESB, hafa haft slæmar efnahagslegar afleiðingar fyrir Ísland og segja megi að Ísland hafi farið verra út úr þeim en Rússar sem settu á móti viðskiptabann á Ísland. Þessa mál má gagnrýna og ræða.

Vel getur verið að visir.is sé ekki sammála skoðunum hans, en það ríkir málfrelsi á Íslandi og menn mega hafa sínar skoðanir á pólitískum málum sem snerta samfélagið allt. En ekki hvað? Að hann hafi skoðanir er greinilega slæmt.  Ef menn mega ekki hafa sitthvora skoðun á hlutunum, hvað verður þá um lýðræðislega umræðu í landinu? Það skiptir engu máli hvort Guðmundur Franklín hefur rétt fyrir sér í ofangreindum málum, heldur að þessi sjónarmið komi fram og það megi deila um réttmæti þeirra.

Í lýðræðislegri umræðu, dæmast skoðanir sem reynast rangur úr leik, eftir vandaðar og ítarlegar umræður. Ef engar umræður og engar andstæðar skoðanir koma fram, þá má ætla að um þöggun sé að ræða eða hræðsla sé í gangi og menn þora ekki að viðra skoðanir sínar.  Þessi árás er of auðljós, nánast barnaleg og hugsandi menn hrista höfuðið.

Íslendingar eru ekki ,,fávís lýður“ sem hægt er að ráðgast með og þeir sjá í gegnum leikinn. Hvers vegna eru þeir annars farnir að nota samfélagsmiðlanna til að leita frétta í stað hefðbunda fjölmiðla? Vegna þess að fjölmiðlar í dag, eru í eigu aðila sem vilja stjórna almenningsálitinu og ráðskast með það í eigin þágu. Það er ekki lengur hægt á tímum internetsins!

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR