Vínbúðum lokað í Osló – Ekkert rauðvín og viskí í viku

Ef Norðmenn í Osló og nágrenni hefðu ætlað að versla huggulegan kvöldverð um helgina með rauðvíni á borði, þá verða þeir að breyta áætlunum.

Vegna óttans við að breiða út bresku kóróna stökkbreytinguna verða norsku vínbúðirnar lokaðar frá og með deginum í dag og í eina viku í Ósló og aðliggjandi sveitarfélögum.

Lokunin gildir frá kl. 12 í dag, en vínbúðin hefur þegar lýst því yfir að það verði ekki opið í dag. Norðmenn hafa sama fyrirkomulag og Íslendingar þar sem vínbúðir eru á vegum ríkisins og er sambærileg við fyrirkomulag ÁTVR.

Bent Høie heilbrigðisráðherra hvetur til þess að fólk keyri ekki til annarra sveitarfélaga í landinu til að kaupa áfengi.

Vínbúðir ríkisins í Noregi hafa  einokun á því að selja áfengi sem er sterkara en venjulegur lagerbjór.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR