Vill að kosið verði aftur því úrslitin eru henni ekki að skapi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að kosning frjálslynds leiðtoga í austurhluta Þýskalands með aðstoð frá hægri- hinum hægri borgaralega AfD-flokki – sé „ófyrirgefanleg“ og því verði að snúa við.

Thomas Kemmerich úr flokki Frjálsra deómkrata (FDP) var kosinn forsætisráðherra í sambandslandinu Thuringia eftir að AfD, öllum að óvörum, greiddi atkvæði með honum.

Er kosningunni lýst sem pólitískum jarðskjálfta þar sem aðrir flokkar hafa alltaf neitað að gera samning við Alternative for Germany (AfD).

AfD hefur breiðan stuðning í Thuringia.

En í ríkisstjórnarkosningum í október bar vinstri flokkurinn Die Linke sigur úr bítum, en Bodo Ramelow, leiðtogi hans, var rekinn í atkvæðagreiðslu á miðvikudag.

Í heimsókn í Suður-Afríku sagði Merkel kanslari að snúa þyrfti atkvæðagreiðslunni við í Thuringia – sem þýddi að ríkiskosningarnar yrðu að fara fram að nýju. Leiðtogi frjálsra demókrata (FDP), Christian Lindner, var á leið til höfuðborgar ríkisins í Erfurt á fimmtudag til brýnna viðræðna við Kemmerich, sem er undir mikilli pressu að hætta. Hann hefur neitað að láta af störfum hingað til.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR