Vildu regnbogagötu – fengu regnbogatröppur

Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Kópavogs lögðu til í júlí að áberandi gata yrði máluð í regnbogalitum í sumar. Þessa dagana hefði að öllu jöfnu verið haldið upp á hinsegin daga en vegna Kínaveirunnar hefur öllum viðburðum vegna þess verið meira og minna aflýst.

Ekki hefur orðið úr að leggja götu undir regnbogafánann, eins og minnihlutinn í bæjarráði lagði til, en fyrir valinu varð að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning og mála tröppur á milli Bókasafnsins og Salarins í Hamraborg í regnbogalitunum. Árangurinn er alveg príðilegur eins og sést á meðfylgjandi mynd. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR