Viðskiptastríð Bandaríkjanna við Evrópusambandið

Viðskiptastríð Bandaríkjanna við ESB er farið að vera högg á Frakka. Trump setti 25% toll á rauðvín frá Frakklandi, Þýskalandi og Spán síðastliðinn október. Refsitollurinn er vegna opinbera styrkja ESB til flugvélarisans Airbus í samkeppni við Boeing. Sala á Frönsku víni til Bandríkjanna minnkaði um 44% á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, eða samtals um 40 milljónir evra (5,6 M kr.). Þetta gæti þýtt um 20% uppsagnir í greininni sem samsvarar um 100 þúsund störfum sem þeir segja að muni svo hafa keðjuverkandi áhrif. Utanríkisráðherra Frakka, Jean-Baptiste Lemoyne, er búinn að fara fram á styrki fyrir Franska vínræktendur hjá sambandinu. Bandaríkin eru næst stærsti markaður Franskra vínframleiðanda og eru þeir hræddir um að missa markaðinn og krefjast tafarlausrar aðgerðar, eða eins og Bernard Farges sagði, vínræktandi frá Bordeaux og forseti CNAOC, að þessa ólöglegu styrki til Airbus verður að stopp áður en öll landsbyggðin fær að svíða fyrir þá.

Er hann kannski bara óheppinn?

Trump hefur alveg frá því hann tók við völdum sýnt að hann er og ætlar sér að leiðrétta viðskiptahalla Bandaríkjanna. Það hefur verið reglulega í fréttum síðan hann tók við völdum að helstu áherslur hans hafa verið NAFTA, Kína og ESB. Hann hikar ekki við að sýna klærnar þegar hann þarf, svo það verður að segjast um Macron að aðgerðin að veita opinbera styrki til Airbus, vegna samkeppni við Boeing, sem leiðir svo til áframhaldandi styrki til vínframleiðanda er afskaplega undarlegt viðskiptavit ef þá nokkuð. Í raun var gróði vínframleiðanda fluttur til Airbus, ásamt því að vera tap fyrir ríkið, og er aðgerðin miðuð gegn Bandaríkjunum sem er ekkert annað en viðskiptastríðsyfirlýsing. Ekki eru aðgerðir hans innanlands betri og kemur ekki á óvart að 2/3 Frakka eru óánægðir með störf hans, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var sunnudaginn fyrir viku síðan. Ólík eru störf Trumps og Marcrons, þar sem aðgerðir Trumps hafa allar skilað sér til góðs fyrir hans land en sá síðar nefndi skapar óvinsældir, óréttlæti, óeirðir, upplausn, atvinnuleysi og óvinvild út fyrir landsteina sem býr til grundvöll fyrir viðskiptastríð.

Trump er kominn með nýjan NAFTA samning og að hans mati eru samskiptin við Kínverja orðin góð. Hann getur því snúið sér óskiptur að Evrópusambandinu á sama tíma að sambandið er í stríði við Breta. Evrópusambandið hefur haft viðskiptahagnað, bæði við Bandaríkin og Bretland, sem á eftir að breytast ásamt því að missa framlag Breta, svo ekki sé nú minnst á að þar er hver höndin uppi á móti annarri vegna fjárlagafrumvarpsins sem til stendur að afgreiða til næstu 7 ára. Svo virðist sem að það sé sama á hvaða málaflokk er litið í sambandinu, sérstakleg m.t.t. fjárlaga, þá eru alls staðar vandræði og ósætti.

Ásamt tollum á vín, settu Bandaríkjamenn einnig 25% tolla á landbúnaðarvörur og 10% toll á stórar flugvélar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR