Við erum engir vitleysingjar

Aðalmálefni í samningum Bretlands við ESB eru innri markaður, fiskimið og réttur þegna ESB í Bretlandi. Nú er komið að bankamálum, varðandi innri markað, og er sambandið hrædd við að Bretar setji upp skattaskjól sem gæti freistað fyrirtæki sambandsins. Fyrir Breta að halda þeim reglum sem að þessum málum snúa, gæti það skemmt samninga við Bandaríkin og aðrar þjóðir og er hugsanlega ein af ástæðum Boris, að gera sitt fólk undir það búið, að yfirgefa sambandið án samnings. Það eru skattaskjól út um allan heim, svo í fljótu bragði virðist þetta frekar skrítin krafa.

Trúlega er þetta tilraun til að setja Breta í fjötra því jú uppgangur hjá þeim gæti verið hvati fyrir aðrar þjóðir að yfirgefa sambandið. Til að sýna hörku þá sendi Katarina Barley, varaforseti Evrópuþingsins, skýr skilaboð til Breta með orðunum „VIÐ ERUM ENGIR VITLEYSINGAR“ sem var náttúrulega löngu tímabær yfirlýsing og hefði mátt koma mikið fyrr.

Sambandið er því að reyna að hefta samninga Breta við aðrar þjóðir. Hver man ekki eftir fréttunum um að bankakerfið í Bretlandi myndi hugsanlega flytja til meginlandsins ef Brexit yrði að raunveruleika.

Boris hefur sagt að ef ekki nást samningar í sumar mun hann slíta viðræðunum. Það þýðir að Bretar fara út án samnings. Helmingur af bæði inn- og útflutningi Bretlands er við sambandið, en Boris er greinilega tilbúinn að takast á við það, að flytja helming allra viðskipta Bretlands til annara landa á einu bretti.

Hversu erfit ætti það þá að vera fyrir Ísland að slíta EES samningnum og semja eftir á?
Það er besta leiðin til að losna við orkupakkann.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR