Verður Joe Biden næsti forseti Bandaríkjanna?

Fréttaskýring

Joe Biden er greinilegur tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur hann greinilega óyfirstíganlega forystu í fjölda fulltrúa sem til þarf til að hljóta útnefningu en flokksþing demókrata var frestað fram til ágústs vegna kórónuveirufaraldursins. Biden vann tilnefninguna að mestu leyti vegna þess að hann var ekki sósíalistinn Bernie Sanders sem skelfdi ráðandi öfl innan flokksins.

Lítið hefur séð til væntanlegs krónprins flokksins en hann hefur að mestu haldið sig til í kjallara heimilis sitt og reynt að halda úti dagskrá með fjölmiðlaviðtölum og eigin útsendingumr. Tímarnir eru ekki góðir, því að demókratar, þar sem þeir hafa völd, eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa haldið sig heima við og vísa í kórónuveirufaraldurinn sem ástæðu og þinghald neðri deildar að mestu legið niðri. Öldungadeildin er hins vegar opin en þar eru repúblikanar í meiri hluta.

En aftur að Biden. Hann er heldur ekki Michael Bloomberg. Margmilljónamæringur og fyrrum borgarstjóri New York-borgar stökk inn í keppnina þegar gengi Biden virðist á fallandi fæti og Sanders óstöðvandi. En Bloomberg eyddi einum milljarði dala aðeins til að staðfesta að hann væri hrokafullur, lélegur ræðumaður og enn verri baráttumaður. Eina sem stóð upp úr er að hann virtist oft bera hönd fyrir og afsaka kínversk stjórnvöld og virtist ekkert vita um miðríki  Bandaríkjanna. Gengið var frá honum að lokum í beinni útsendingu af kvennmótframbjóðendum.

Minnst móðgandi eða stuðandi frambjóðandinn sem var eftir, var Joe Biden. Margir kjósendur demókrata höfðu upphaflega afskrifað hann sem afturhaldssaman, raupsaman og hindrun á framgang vinstri afla, gegn gang sjálfsmyndarpólitíkarinnar í hinum nýja framsækna demókrataflokki.

Á framboðsferð sinni móðgaði Biden nokkra kjósendur og notaði móðganir eins og „feitur,“ „helvítis lygara“ og undarlega orðaða setningu: „Smáhesta hermaður og lygahundur“ (lying dog-faced pony soldier).

Fyrir mörgum árum spann hann ævintýra sögur um það hvernig hann hafði á æskuárum sínum tekið á götugengi í Delaware með 6 feta langri keðju eða skellt andliti hrekkjasvíns í búðarborðið. Nú nýverið skoraði hann á Donald Trump með harðhausa ummæli eins og hann myndi taka Bandaríkjaforseta á bakvið líkamsræktarstöð og berja hann í klessu.

Biden hefur ekki getað haldið höndunum frá konum. Jafnvel stuðningsmenn hans hrukku við þegar hann sást í uppgröfnum myndböndum þefa hár, nudda axlir eða hvísla í eyrun grunlausra kvenna, sumar þeirra ólögráða. Það er enn undarlegt að vegur Biden fór vaxandi vegna skuldbindingar sínar við #MeToo hreyfinguna.

Hinn þuklgjarni Biden hefur krafist þess að konum verði trúað sem koma með ásakaðir um kynferðislega áreitni og nú nýverið, þegar kona ein, kom með ásakanir á hendur hans að hann hafi brotið kynferðislega á henni fyrir 27 árum, neitar hann öllu og reynt að koma í veg fyrir að skjöl sem gætu varpað ljósi á trúveruleika konunnar yrðu birt. Skjölin eru í vörslu háskóla eins, áttu að birtast fyrir tveimur mánuðum segir í skilmálum fyrir afhendingu skjalanna. Háskólinn hefur einhver hluta vegna ákveðið að gera það ekki.

Því meira sem Fulltrúardeildarþingmenn demókratar réðust á Donald Trump fyrir meintan þrýsting á forseta Úkraínu til að rannsaka meint spillingarmál Hunter Biden, því meiri upplýsingar komu fram um grunsamleg viðskipti Bidens feðga við aðila í Úkraínu. Í fjölmiðlum vakti það athygli þegar Biden montaði sig af, ummælin voru tekin upp á myndbandi, að hann hafði þrýst á Úkraínu með því að hóta að halda aftur 1 milljarði dala lánsábyrgðir nema úkraínskur saksóknari einn yrði rekinn. Sá saksóknari hafði viljað rannsaka úkraínska orkufyrirtækið sem Hunter Biden vann fyrir. ,,Ég gaf þeim 6 klst til að ganga að skilyrðum mínum…“.

Í framboðsferðum sínum sem hafa gengið upp og niður, virðist hinn 77 ára gamli Biden ruglaður í ríminu – áttaviltur. Stundum gat hann ekki munað nöfn, staði eða dagsetningar. Biden reyndi að tala framúrstefnulega en gleymir að því er virðist sem hann var að reyna að segja. Eitt sinn sagðist hann vera í framboði til Öldungardeildarinnar, hann gleymir í hvaða fylki eða ríki Bandaríkjanna hann er staddur í og hann man ekki nafn viðmælanda sinn í sjónvarpsviðtali svo einhver dæmi séu nefnd. Hann reyndi eitt sinn að vitna í stjórnarskránna, í setninguna sem öll börn í Bandaríkjunum læra í grunnskóla, um að allir séu fæddir jafnir, konur sem og karlar en hann gleymdi seinni helminginum af setningunni og sagði ,, all are born egal….you know the thing“.

Kórónuveiru faraldurinn og lokanir vegna hans virtust bjóða kærkomna hvíld fyrir Biden. En því meira sem hann náði sér af kosningaferðalögunum, en þau geta verið strembinn fyrir hvern sem er í framboði, og því meira sem hann sendi frá sér á vídeófundunum í  kjallaranum, því meira virtist það staðfesta að vandamál hans væru ekki einföld þreytu heldur raunveruleg aldurbundin vitræn skerðing en hann er jú eftir allt orðinn 77 ára gamall. Ef hann verður forseti Bandaríkjanna, yrði hann elsti forsetinn sem settist í forsetastól.

Með tilnefningu demókrata í bið, en Biden er enn ekki orðinn formlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, gerði Biden ráð fyrir að frjálslyndir fréttamenn myndu leyfa honum að herja sem kosningaframbjóðandi sem væri ,,sýndarveruleikaframbjóðandi“, þ.e.a.s. frambjóðandi sem heyir kosningabaráttu sína eingöngu í fjölmiðlum eða netinu. Þeir myndu gleyma falli hans og hunsa fyrri deilur, þar á meðal ásakanir um kynferðislega árásir hans á Tara Reade, fyrrverandi aðstoðarmanns hans í Öldungadeildinni.

Í fyrstu voru fjölmiðlar meðvirkir – eins og þeir voru ávallt þegar fjalla átti um langa venju Biden að brjóta gegn persónulegu rými kvenna, furðulegu falli hans í kosningaherferðinni, ýktum sögum sem hann sagði af sjálfum sér, minnisleysi, orðarugli og samskiptum hans við Úkraínu. Eftir sem áður, þrátt fyrir alla þessa ágalla, var Biden mun ákjósanlegri en Sanders. Hefði sósíalistinn Sanders unnið tilnefninguna hefði hann líklega eyðilagt demókrataflokkinn árið 2020. Þeir veðja nú á að varaforsetaefni hans, sem á að vera kona, gæti haldið forsetatíð hans uppi og hugsanlegan arftaki hans ef eitthvað kæmi fyrir.

Skyndilega ákvað pressan að Biden væri ekki lengur þess virði að verja. Samt var hugarfarsbreytingin ekki alveg af ótta við að hún birtist sem hópur hræsnara. En Biden misreiknaði frjálslyndu fjölmiðlanna hrapalega. Fréttamenn voru í fyrstu tilbúnir að líta framhjá göllum hans. En því meira sem Reade hélt áfram með ásakanir sínar og því meira sem fjölmiðlar hunsuðu þær, því vandræðalegri varð hræsni fjölmiðlanna. Blaðamenn höfðu rifið Brett Kavanaugh, sem tilnefndur var sem hæstaréttadómari í Hæstarétt Bandaríkjanna, í sundur eftir ásakanir um kynferðisofbeldi.

Svo skyndilega ákvað pressan að Biden væri ekki lengur þess virði að verja. Samt var hugarfarsbreytingin ekki alveg vegna ótta við að birtast sem hræsnarar opinberlega. Frekar virðast fjölmiðlar skíthræddir við sífellt augljósari vitræna hnignun Biden.

Með öðrum orðum, fjölmiðlar vildu greinilega ekki taka þátt í líklegu falli frambjóðandans sem virðist ekki lengur að vera raunhæft forsetaefni.

Þremur mánuðum fyrir flokksþing demókrata munu Bandaríkjamenn verða vitni að einhverju furðulegasta pólitísku spuna í sögu forsetaframboða. Einfaldlega sagt, hvernig losar Demókrataflokkurinn sig úr snörunni –  að losna við frambjóðanda sem hefur flesta fulltrúa á bakvið sig en er líklega ekki framboðshæfur sem forseti?

Og hvernig á að gera verkið án þess að hvetja til  þess að forsetaframboð Sanders fari af stað aftur eða fæla í burtu stuðningsmenn hans?

Fjöldi styrktaraðila demókrata og aðgerðarsinna vill að Biden hverfi á braut og ryðji brautina í staðinn fyrir fólk eins og ríkisstjórann í New York, Andrew Cuomo, misheppnaða forsetaframbjóðandann Hillary Clinton eða fyrrum forsetafrúna, Michelle Obama.

En jafnvel þó að demókratar viti hvers vegna Biden verður að fara, hafa þeir ekki hugmynd um hvenær eða hvernig.

Heimild: Victor Davis Hanson, Foxnews. https://www.foxnews.com/opinion/biden-albatross-democrats-worried-scrambling-alternative-victor-davis-hanson

Victor Davis Hanson

Fæðingardagur: 5. september 1953.

Fæðingarstaður: Fowler, Kalifornía, Bandaríkin.

Maki: Cara Hanson.

Börn: Susannah Merry Hanson, William Frank Hanson, Pauline Davis Hanson Steinback.

Menntun: Kaliforníuháskóli í Santa Cruz, Stanford-háskóli, Selma High School, Cowell College.

Victor Davis Hanson er prófessor í grísku og forstöðumaður Classics-áætlunarinnar við California State University, Fresno. Hann er höfundur eða ritstjóri margra bóka, þar á meðal Who Killed Homer? The Demise of Classical Education and the Recovery of Greek Wisdom (með John Heath, Free Press, 1998), og The Soul of Battle (Free Press, 1999). Árið 1992 var hann útnefndur framúrskarandi grunnnámskennari í sígildum fræðum. Frægastur er hann fyrir að skrifa um styrjaldasögu mannkyns og sérstaklega seinni heimsstyrjöldina og styrjaldir Forn-Grikkja.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR