Varað við svikasímtölum frá útlöndum

Póst –og fjarskiptastofnun hefur sent frá sé aðvörun vegna svikasímtala sem nú gengur yfir íslenskan almenning. Svo virðist sem hringt sé erlendis frá og reynt að ginna fólk til að gefa upp kortanúmer eða tölvupóstfang svo hægt sé að senda því einhverjar upplýsingar um viðskipti sem sagt er að fólk muni hagnast á. 

Þannig fékk einn viðmælandi skinna.is símtal úr númeri sem virtist koma frá Danmörku. Þar sem viðmælandinn á vini í Danmörku ákvað hann að svara númerinu. En þá svaraði konu rödd sem sagðist vera frá fyrirtæki sem vildi bjóða honum að skoða upplýsingar sem hann gæti hugsanlega hagnast á. Hann segist strax hafa áttað sig á að um væri að ræða símasvindl og afþakkaði pent og lagði á. Hann lætur fylgja með símanúmerið sem hringt var úr ef það skildi gagnast öðrum til að átta sig á málinu og svara ekki. Númerið er 45 78745377. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR