Var það rétt ákvörðun Trumps að hætta fjárveitingum til WHO?

Trump forseti hafði rétt fyrir sér þegar hann tilkynnti á þriðjudag að hann ætlaði strax að hætta við fjármögnun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem áætlað var að fái 893 milljónir dala frá Bandaríkjunum á yfirstandandi tveggja ára fjármögnunartímabili.

Aðgerðir forsetans eru fyrsta skrefið sem þarf til að vekja upp þýðingarmikla umbætur á samtökum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegri heilbrigðisuppbyggingu.

Trump gaf í síðustu viku merki um að hann væri óánægður með WHO. Í viðtali sem sent var út 7. apríl í þættinum „Hannity“ á Fox News sagði Trump til að Bandaríkin íhuguðu að hætta að leggja sitt af mörkum til samtakanna.

Á þriðjudaginn hafði Trump séð nóg. „Svo mikill dauði hefur stafað af mistökum þeirra,“ sagði Trump um WHO. Hann hefur alveg rétt fyrir sér.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hjálpaði til við að dreifa kórónuveirunni á fjóra vegu.

Í fyrsta lagi birti og dreifði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin frá sér rangar yfirlýsingar Kína um að veiran væri ekki smitandi og berðist ekki milli manna.

Sameinuðu þjóða stofnunin vissi eða hefðu átt að vita að kínversk stjórnvöld voru ekki að segja sannleikann. Meðal annars sagði Taívan 31. desember við alþjóðastofnunina að það grunaði að smitvaldurinn væri smitandi á þennan hátt – og sérfræðingar WHO vissu einnig að svo væri.

Í öðru lagi studdi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í opinberum yfirlýsingum sínum tilraun kínverskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir álagningu ferðabanna og sóttkvía á ferðamenn frá Kína. Það voru þessir ferðamenn sem gerðu faraldur í Mið-Kína að heimsfaraldri.

Í þriðja lagi studdi WHO opinberlega áreiðanleika tölfræðiupplýsinga stjórnvalda í Peking. Veruleg vantalning eða röng tölfræði  um alvarleika og möguleg dánarhlutfall leiddi til þess að stjórnvöld víðs vegar um heim gripu ekki til varúðarráðstafana sem þau hefði annars farið út í.

Deborah Birx, umsjónarmaður kórónuveirumála í Hvíta húsinu, sagði 31. mars að teymi hennar hafi farið yfir tölfræði kínverskra heilbrigðisyfirvalda og taldi  að kórónuveirufaraldurinn yrði ekki verra en SARS (Severe Acute Respiratory Syndrome), faraldurinn 2002-03 sem hafði áhrif á meira en 8.000 manns í 26 lönd.

Það var ekki fyrr en Birx sá kórónuveiruna herja á Ítalíu og á Spáni sem Hvíta húsið áttaði sig á sannleikanum – kórónuveiran væri mun hættulegri en kínversk stjórnvöld fullyrtu. En þá var það of seint.

Dr Anthony Fauci, forstöðumaður Þjóðstofnunar um ofnæmi og smitsjúkdóma í Bandaríkjunum og lykillráðgjafa Trumps í kórónuveirukreppunni hefur gert svipaðar athugasemdir  og Birx.

Frá og með þriðjudeginum voru nærri 2 milljónir staðfestra tilfella af COVID-19 – öndunarfærasjúkdómnum af völdum kórónuveirunni – um allan heim, þar af nærri 610.000 í Bandaríkjunum. Yfir 126.000 dauðsföll voru staðfest um heim allan, þar af nær 26.000 í Bandaríkjunum. allar þessar tölur eru vanmetnar vegna upplýsingaskorts af hendi Kínverja og vegna þess að ekki nema hluti af þeim sem eru sýktir eru prófaðir.

Í fjórða lagi frestaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með óeðlilegum hætti að lýsa yfir kórónuveirusmit væri orðin að faraldri og  „lýðheilsu neyðarástandi sem hefur alþjóðlegar afleiðingar“ þar til 30. janúar.

Það er engin þjóð í aðstöðu til að halda WHO til ábyrgðar að öðru leyti en Bandaríkin sem leggja mest fjármagn til Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni  og miklu meira fé en nokkur önnur ríki. Kínversk stjórnvöld hafa kvartað yfir þessari ákvörðun Bandaríkjanna, en þau gætu þá bætt fyrir skaðann sem þau ollu og greitt það sem Bandaríkin hafa lagt fram hingað til. Það mun Kína ekki gera. Þess ber að geta að Kína, borgar aðeins 1% heildarframlaga samtakanna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR