Útlit fyrir sól og allt að 14 stiga hita

Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir bjart veður á öllu landinu og ágætis hitatölur eru í kortunum hjá Veðurstofunni. 

Í Grímsnesi gæti farið upp í 14 stiga hita og má búast við að margir verði í bústöðum þar um slóðir í dag og njóti sólar og veðurblíðu. 

Samkvæmt veðurkorti er gert ráð fyrir 11 stiga hita í Reykjavík og skýjuðu fram að hádegi en léttir til og heiðskírt eftir hádegi.

Á Akureyri er einnig gert ráð fyrir að heiðskýrt og glampandi sól verði eftir hádegi í dag og hiti verði um 13 stig. 

AÐRAR FRÉTTIR