Upplagt að skella sér í tívolí í Kópavogi um helgina

Þó það viðri ekki sérlega vel fyrir tívolí ferð þessa dagana voru samt nokkrir gestir mættir í tívolí þegar það opnaði í dag og sem staðsett er í Kópavoginum þessa dagana.

Tívolíið var á völlunum í Hafnarfirði um tíma en hefur flutt sig um set í Kópavogin. Kannski vegna þess að staðsetningin er meira miðsvæðis.

Kórónuveirufaraldurinn hefur fækkað töluvert því sem í boði er um helgar fyrir fjölskylduna.

Eins og sést á myndinni er tívolíið við íþróttahús Breiðabliks, Fífuna, og þar eru næg bílastæði.

Það er um að gera fyrir fjölskylduna að skella sér í tívolí um helgina og skemmta sér saman.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR