Umferð frá Svíþjóð skapaði umferðarhnút á Eyrarsundsbrúnni í morgun

Í morgun skapaðist mikil umferðarteppa milli Svíþjóðar og Danmerkur. Margra kílómetra röð myndaðist frá Svíþjóð yfir til Danmerkur.Tók hátt upp í klukkutíma að komast frá Svíþjóð inn til Danmerkur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. En fyrir um viku myndaðist svipað ástand.

Í morgun myndaðist um þriggja kílómetra löng röð sem tók um hálftíma til klukkutíma að komast í gegnum. Lögreglan brá á það ráð að opna öll landamærahlið til að flýta fyrir umferð. Ekki kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar hvort hér voru á ferð Danir á leið heim eftir hvítasunnuna frá Svíþjóð eða Borgundarhólmi eða til dæmis fólk sem búsett er í Svíþjóð á leið til Danmerkur. Svipað ástand skapaðist á brúnni eftir uppstigningardag þegar langar raðir bíla mynduðust eftir frídaginn og var fólk þá að koma annað hvort úr fríi í Svíþjóð eða Borgundarhólmi.

Ítreka að ekki sé ferðast nema nauðsyn beri til

Yfirvöld í Damörku hafa brýnt fyrir fólki að vera ekki að ferðast á milli staða nema brýna nauðsin beri til. Utanríkisráðuneytið gaf út tilkynningu þar sem Danir eru hvattir til að vera heima, engu skipti hvort ferðir eru stuttar eða langar, áhættan er sú sama. Að sama skapi eru Danir sem hafa verið erlendis, Svíþjóð eða annarstaðar, minntir á að fara í 14 daga sóttkví.

Smituðust eftir ferð á uppstigningardag

Fimm danskir framhaldsskólanemendur smituðust eftir að hafa farið í frí til Svíþjóðar saman á uppstigningardag. Það gerði það að verkum að allur skólinn var settur í sóttkví.

Danir hafa verið að létta á samkomubanni í landinu og virðast landsmenn greinilega vart ráða við sig af kæti miðað við þessar fréttir frá Eyrarsundsbrúnni. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR