Twitter ritskoðar tíst Trumps um óeirðirnar í Minneapolis og kallar það ,,vegsömun ofbeldis“

Twitter hefur enn og aftur gripið til aðgerða gegn Trump forseta, að þessu sinni ritskoðað tíst vegna „vegsemd ofbeldis“ í viðbrögðum sínum síðla kvölds við áframhaldandi ofbeldi í Minneapolis.Trump sagði að hann gæti ekki bara horft á borgina vera yfirtekna af óeirðaseggum í kjölfar andláts George Floyd.

„Ég get ekki staðið og horft á að þetta gerist í hinni stórkostlegri borg, Minneapolis,“ tístaði Trump. „Algjör skortur á forystu. Annaðhvort mun hinn mjög veiki og öfgavinstrisinnaði borgarstjóri, Jacob Frey, taka sig á og koma borginni undir stjórn, eða ég sendi Þjóðvarðliðið inn og leiðrétti verkið.“

Annað tíst kom strax á eftir, „Þessir OFBELDISMENN vanvirða minningu George Floyd og ég læt þetta ekki gerast. Ræddi við Tim Walz ríkisstjóra og sagði honum að herinn væri með honum alla leið. Ef erfiðleikar verða þá munum við taka yfir stjórn en þegar ránin hefjast, byrjar skothríðin. Takk fyrir.”

Nokkrum klukkustundum eftir að forsetinn sendi þetta tíst bætti Twitter fyrirvara við seinna tístið, sem felur tístið eða þar til notendur smella á „skoða“.  „Þetta tíst er brot á Twitter reglunum er varðar vegsömun ofbeldis. Twitter hefur hins vegar ákveðið að það gæti verið í þágu almennings að tístið verði áfram aðgengilegt,“ sagði fyrirvarinn.

Trump skaut aftur til baka á Twitter á föstudaginn: „Twitter gerir ekkert varðandi  allar lygarnar og áróðurinn sem er settur fram af Kína eða öfgavinstrisinnaða Demókrataflokknum. Þeir hafa ráðist á repúblikana, íhaldsmenn og forseta Bandaríkjanna. Þingið ætti að afturkalla kafla 230. Þangað til verður það sett undir reglugerð! “.

Gagnrýnendur á Twitter sögðu að ummæli Trumps hefðu verið með kynþáttaundirtón og sögðu máltækið „þegar ránin hefjast, byrjar skothríðin“ megi rekja til Walter Headley, yfirmanns lögreglunnar í Miami, árið 1967 sem ógn við svörtum mótmælendum þegar borgaralega réttindahreyfingin var uppi á sitt besta.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR