Trump mun afhjúpa „byltingarkennda“ meðferð við kórónuveirunni í kvöld, segir fréttaritari Hvíta hússins

Trump forseti hyggst halda blaðamannafund í kvöld varðandi hugsanlegt meiriháttar lækningameðferð sem á að vera „bylting“ í að meðhöndla kórónuveiruna.

Forsetinn mun tilkynna þróunina klukkan 18 í kvöld ásamt Alex Azar framkvæmdastjóra heilbrigðis- og mannauðsþjónustunnar og Dr. Stephen Hahn, yfirmanni Matvæla- og lyfastofnunar Bandaríkjanna -FDA, samkvæmt tilkynningu fréttastjóra Hvíta hússins, Kayleigh McEnany, á Twitter seinnipart laugardags.

Fyrr um daginn kom forsetinn með gegátu um að einhver hjá FDA væri markvisst að reyna að fresta klínískum rannsóknum vegna lækningameðferðar og bóluefnaþróun í pólitískum tilgangi.

„Augljóslega eru þeir að vonast til að seinka svarinu þar til eftir 3. nóvember,“ tísti Trump og vísaði til kjördagsins. „Verðurm að einbeita okkur að hraða og bjarga mannslífum!“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR