Trump ánægður með tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels

Í viðtali við Fox News segist forsetinn vera ánægður með tilnefninguna og að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin.

Samkvæmt Trump er svokallaður Abraham-samningur aðeins upphafið að víðtækari viðleitni Bandaríkjamanna til að leysa langvarandi átök um allan heim.

„Við erum að vinna að friðarsamningi í Afganistan, vinnum beint með talibönum og það gengur nokkuð vel …við munum líklega vita niðurstöðuna nokkuð fljótt,“ sagði forsetinn. “Þannig að við erum að leita að því að skapa mikinn frið um allan heim vegna þess að heimurinn hefur önnur vandamál sem við verðum að einbeita okkur að.”

Tybring-Gjedde sagði í tilnefningarbréfi sínu til Nóbelsnefndar að stjórn Trump hefði „gert meira af því að reyna að skapa frið milli þjóða en flestir aðrir tilnefndir til friðarverðlaunaða.“

„Það er mikill heiður að vera tilnefndur og ég veit að það hefur gífurlega þýðingu,“ sagði Trump við fréttamann Fox News, Jon Decker en viðtalið fór fram í Hvíta húsinu. “Mér finnst þetta bara frábær hlutur fyrir landið okkar. Það sýnir að við erum að reyna að koma á friði, ekki vera ístríði allan tímann.”

Tilnefning Trumps til friðarverðlauna var lögð fram af Christian Tybring-Gjedde, þingmanni norska þingsins sem hrósaði hlutverki forsetans við að miðla friðarsamningi milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (UAE).

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR