Trúðurinn skrifar kvikmyndahandrit: Vísindaskáldsagan „Robots“ í framleiðslu í Hollywood

Það kom danska skemmtikraftinum Chasper Christensen sem þekktur er hér á landi úr dönsku gamanþáttunum „Klovn“ eða „Trúður,“, eins og þeir hafa verið þýddir á íslensku, á óvart þegar hann frétti af því að gera ætti kvikmynd í Hollywood byggða á handriti sem hann skrifaði fyrir löngu síðan.

Kvikmyndahandritið er vísindaskáldsaga og fjallar um fólk sem býr til vélmennaútgáfu af sjálfu sér og notar þau til að blekkja aðra. Eins og við er að búast er sagan með gamansömu ívafi.

Handritið skirfaði Casper ásamt Anthony Hines en þeir hafa starfað saman í mörg ár í kvikmyndabransanum. Þeir kláruðu að skrifa handritið fyrir tveimur árum síðan og komu því á framfæri við framleiðendur en það er núna fyrst sem eitthvað er að gerast í þeim efnum.

Eftir því sem Casper hefur fregnað er búið að ráða leikarana Emmu Roberts og breska gamanleikarann Jack Whitehall til að fara með aðalhlutverkin í myndinni. 

Aðalleikarar myndarinnar Robots

Hér má sjá umfjöllun Deadline um myndina.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR