Tom Cruise skilar Golden Globe styttum

HFPA, sem stendur að Golden Globe verðlaunaafhendingunni, verður nú fyrir harðri gagnrýni vegna þess að ekki er einn svartur meðlimur meðal 87 meðlima samtakanna.

Það hefur valdið því að fjöldi leikara hefur stigið fram með harðra gagnrýni á samtökin og í gær tilkynnti sjónvarpsstöðin NBC að hún myndi ekki sýna þáttinn af sömu ástæðu.

Tom Cruise hefur bæst í hóp gagnrýnenda og situr ekki við orðin tóm.

Hann hefur sent þrjár Golden Globe stytturnar sínar til baka í mótmælaskyni við skort á fjölbreytni, samkvæmt frétt í bæði Variety og Hollywood Reporter.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR