Tímamót í Bandaríkjunum: Indíáni verður innanríkisráðherra

Verðandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur tilnefnt demókratann Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra.

Hún hefur verið meðlimur í fulltrúadeild Nýja Mexíkó síðan 2019 og hún verður fyrsti indíáni Bandaríkjanna sem fer fyrir ráðuneytinu.

Haaland, sem er 60 ára, tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni og sem þingmaður hefur hún einbeitt sér sérstaklega að því að bæta aðstæður fyrir ættbálkasamfélögin sem búa á verndarsvæðum.

Sem innanríkisráðherra fær Deb Haaland pólitískt vald yfir svæðum sem hýsa samtals 578  samfélög viðurkennd af alríkunu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR