Til hamingju með fulvelldisdaginn 1. desember

Í dag minnast margir Íslendingar þess að Ísland fékk fullveldi. Þennan dag, 1. desember 1918 tóku gildi milli Íslands og Danmerkur svo kölluð Sambandslög, sem fjölluðu um stöðu Íslands í sambandi við Danmörku. Í lögunum kom fram viðurkenning Dana á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Ekki hefur verið lagt í mikil hátíðarhöld af þessu þessu tilefni í gegnum árin en stúdentar við Háskóla Ísland hafa haldið upp á daginn með því að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar forsesta og ýmsar minni samkomur verið haldnar í tilefni dagsins. Heimsýn, hreyfng sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur boðið til móttöku í húsakynnum sínum í tilefni dagsins en hreyfingin berst gegn inngöngu Íslands í ESB enda innganga bæði brot á stjórnarskránni og skerðin á fullveldi landsins. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR