Þúsundir ánægðra Spánverja á götum Madrídar

Á Spáni hefur hálfs árs neyðarástandi verið aflétt. Þúsundir ánægðra Spánverja fóru út á göturnar í gærkvöldi til að fagna, skrifar El Pais.

Í október 2020 setti Spánn á neyðarástand til að sigrast á kórónafaraldrinum.

Þetta þýddi að öll landsvæði fengu stoð í lögum til að ákveða útgöngubann og takmarka ferðalög til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu kóvid-19.

Madríd er þó enn í háa endanum hvað varðar smithlutfall. Fjöldi smita eru 317 tilfelli á 100.000 íbúa síðustu 14 daga, sem telst mjög mikið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR