Þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að undanþágur þjóðhagslega mikilvægra fyrirtæka skuli gilda áfram frá síðasta vori. 

Fyrirtækin þurfa eins og áður að gæta að ströngum sóttvörnum í starfseminni. 

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Einnig fellur hér undir starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.

Fréttatilkynningin í heild sinni.

Mynd: af vef stjórnarráðsins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR