Þaulskipulögð árás glæpagengja innflytjenda í Svíþjóð í nótt

Svo virðist sem glæpagengi í Svíþjóð sem aðalega eru skipuð erlendum innflytjendum hafi gert samæfðar árásir á nokkrum stöðum í bænum Esklilstuna. Íkveikjuárásir voru gerðar á 20 mismunandi stöðum í gærkvöldi á einni klukkustund og meðal annars ráðist á lögreglustöð bæjarins. Lögreglan á staðnum óskaði eftir liðsinni frá öðrum lögregluembættum.

Lögreglan segist ekki í nokkrum vafa um að árásirnar hafi verið samræmdar og margir tekið þátt í þeim. Kveikt var í tugum bíla og raðhúsalengju og eru íbúar þeirra íbúða nú á vergangi.

Þingmenn Svíþjóðardemókrata voru harðorðir í garð ríkisstjórnarinnar og töldu að aðgerðaleysi hennar síðustu ár vegna skipulagðra erlendraglæpahópa væri að breyta landinu í stríðssvæði. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR