Þakkar fyrir að hafa verið hrakinn af Laugaveginum: Vandar borgarstjóra ekki kveðjurnar

Sverrir Bergmann skrifar grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann þakkar borgarstjórnaum og hans fólki kærlega fyrir að hafa hrakið sig af Laugaveginum. Sverrir rak fataverslun en segir að..„heft aðgengi að götunni, endalausar lokanir vegna byggingaframkvæmda og síðast en ekki síst sú ákvörðun ykkar sem skipið meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að loka fyrir alla bílaumferð um laugaveginn, allt árið um kring,“ hafi verið ástæða þess að hann gafst upp og flutti sig í Ármúlann.

Sverrir Bergmann þakkar borgarstjóra og hans liði fyrir að hrekja síg úr miðborginni.

Hann spyr svo í grein sinni: „Hvernig dettur mönnum í hug að hægt sé að reka herrafataverslun við lokaða götu á Íslandi, allt árið um kring, í þeirri veðráttu sem hér er? Það er ekki hægt að bera saman veðráttuna hér og í t.d. Kaupmannahöfn, því hér er hún svo miklu verri. Hvaða veruleikafirring er í gangi?,“ spyr kaupmaðurinn.

Veltan jókst um 55%

Sverrir segist vilja þakka borgarstjóra og hans fólki fyrir að hrekja hann af Laugaveginum. Það hafi verið það besta sem hafi hent hann í mörg herrans ár á viðskiptasviðinu. Veltan hafi aukist um 55% eftir flutninginn.

Grein sína endar Sverrir með sama háðslega undirtóninum og einkennir grein hans: „Með vinsemd en lítilli virðingu.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR