Svindlað á lífeyrissjóðum: „Hvað með allt hitt?“ spyr Ragnar Þór Ingólfsson

Rangar Þór Ingólfsson formaður VR segir að það hafi verið dapurlegt að horfa á þáttinn Kveik í gærkvöldi á RÚV. Ragnar segir að þar hafi verið flett ofan af „sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina.“ 

Ragnar tekur líka fram að LIVE og VR séu með sitt eigið skráningarkerfi „og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli.“

Hann veltir því upp að fyrst þessu fyrirtæki tókst að komast upp með svona lagað “óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt?“

Og hann heldur áfram: „Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum sjóðanna. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna.“

Ragnar Þór Ingólfsson telur að fleira misjafnt eigi sér stað með fjármuni lífeyrisfélaga en það sem flett var ofan af í KVEIK.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR