Sviku út milljónir í söfnun sem átti að vera fyrir krabbameinsveik börn

Þrjátíu ára gamall maður hefur í dag verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir svik vegna söfnun peninga sem hefðu átt að fara til krabbameinssjúkra barna. Hins vegar þarf hann aðeins að afplána þrjá mánuði ef hann uppfyllir ýmsar kröfur, um meðal annars samfélagsþjónustu.

Hinn dæmdi var ákærður ásamt öðrum manni. Þeir voru, hver um sig, formaður og varaformaður samtakanna fyrir dönsk krabbameinssamtök, en hafa frá upphafi málsins neitað sök.

Það var þó aðeins formaðurinn sem var fundinn sekur en varaformaðurinn var sýknaður af dómstól í Óðinsvéum. Auk fangelsisdómsins hafa 2.275.000 danskar krónur verið gerðar upptækar.

Við réttarhöldin kom meðal annars í ljós að á tímabilinu 20. maí 2016 til 12. júlí 2017 söfnuðu samtökin 4,7 milljónum danskra króna frá 3.300 einkafyrirtækjum í Danmörku.

En samtökin hafa aðeins varið hálfri milljón króna í þágu veikra barna. Eftirstöðvar 4,2 milljónir danskra króna hafa meðal annars farið til fólksins á bak við samtökin og nokkur símaver á Spáni, en eigendur þeirra sátu í stjórn samtakanna segir í frétt dr.dk um málið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR