Sveitarsæla við bæjardyr

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem er úti við, að höfuðborgarbúar flykkjast út í göngu- eða hjólreiðatúra. Í næsta nágrenni við Hafnarfjörð, við bæjarmörk Garðabæjar á Álftanesi og Hafnarfjarðar, eru góðar gönguleiðir og mikil náttúrufegurð, í raun sveit í borg.

Séð í áttina að Garðarholtskirkju, í suður frá Hafnarfirði.

Séð í áttina að Straumsvík og álversins þar

Þess má geta að þetta svæði er í útjaðri Hafnarfjarðarhrauns, skammt sunnan Garðahrauns. og teljast bæði svæðin til Búrfellshrauns. Það er samnefni yfir hraunsvæði, segir íslenska Wikipedia,i sem teygir sig yfir stórt svæði í nálægð Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell sem rís fyrir sunnan Hafnarfjörð. Hraunin nefnast ólíkum nöfnum eftir staðsetningu þeirra eða útliti: Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR