Stríðið er búið segja talibanar

Talsmaður talibana sagði við sjónvarpsstöðina Al Jazeera að hann teldi að stríðinu í Afganistan væri lokið.

– Við getum fullvissað alla um að við munum veita borgurum og diplómatískum fulltrúum öryggi. Við erum reiðubúnir að eiga samtal við alla leiðtoga Afganistans og munum tryggja þeim nauðsynlega vernd, sagði talsmaðurinn Mohammad Naeem við Al Jazeera.

Talsmaðurinn segir að hvernig stjórnarfar verði í Afganistan í framtíðinni verði skýrt fljótlega.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR