Stórtækur í dósasöfnun

Það er hægt að hafa ágætan pening upp úr dósasöfnun. Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá lesanda sem hafði farið með dósapoka í flokkunarstöð Sorpu. Þar var einn dósasafnari að setja afrakstur söfnunar í flokkun og óhætt að segja að þessi er stórtækur. Ekkert dugir undir dósir og flöskur þessa safnara en hálfgerðir gámar á hjólum. 

Ekki fylgir sögunni hvar myndin er tekin. En þetta hefur eflaust gefið meira af sér en meðal jónin er að skila í endurvinnsluna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR