Stormur herjar á Norðurlönd og Evrópu

Milkill stormur geysar nú á Norðurlöndum og í Evrópu. Afleiðingarnar eru flóð, flugferðum er aflýst og fótboltaleikjum.

Víða í Bretlandi þurfti að bjarga fólki úr bílum vegna flóða

Stormurinn, Ciara hefur valdið miklu tjóni á Stóra-Bretlandi. Það fer eftir því hvar maður er staddur í norðvestur Evrópu hvaða nafn stormurinn hefur fengið. Sumstaðar hefur hann fengið nafnið Sabine. Leik sem vera átti á milli Mancheser City og West Ham hefur verið aflýst. Leikur á milli Sheffeld United og Bournemouth verður spilaður, þó völlurinn sé hundblautur. Öllum leikjum í meistaradeild kvenna hefur verið aflýst vegna veðursins.

Lestarfyrirtæki hafa aflýst lestarferðum og hvatt fólk til að vera heima. Það sama á við um innanlandsflug. 

Settu hraðamet í flugi yfir Atlanshafið

En fyrir British Airways var blásturinn ágætur því vélar félagsins settu hraðamet yfir Atlanshafið í gær frá New York til London. Flugið tók 4 klukkutíma og 56 mínútur en fyrra metið var 5 tímar og 13 mínútur.

Flugferðum aflýst í Þýskalandi

Í Þýskalandi hefur stormurinn fengið nafnið Sabine. Þar hefur flug raskast mikið. Um 100 brottförum og lendingum hefur verð aflýst til og frá Frankfurt. Áætlað er að allt flug muni lamast seinna í dag þegar stormurinn skellur á borginni fyrir alvöru.

Í fyrsta skipti sem leikjum er aflýst í meira en 8 ár

Stormurinn hefur líka áhrif á leiki í þýsku úrvalsdeildinni. Mörgum leikjum hefur verið frestað vegna veðurs og keppni í skíðastökki var aflýst í Villingen af sömu ástæðu.

Í Frakklandi hefur verðrið eining látið til sín taka og í Hollandi kepptust hjólreiðamenn við að halda jafnvægi í rokinu. Þar var sömuleiðis búið að aflýsa fótboltaleikjum í dag. 

Konan og drengurinn voru heppin að björgunarþyrla var nærstödd.

Lestarferðum aflýst í Svíþjóð og Noregi

Í Svíþjóð og Noregi hefur veðrið haft margs konar áhrif. Þar hefur lestarferðum verið aflýst og ferjusiglingar hafa farið úr skorðum eða verið aflýst. Danir eru byrjaðir að finna fyrir veðrinu og á Vestur-Jótlandi fóru kona og drengur í sjóinn þar sem þau voru á labbi á hafnargarði í miklu roki. Þeim var bjargað upp úr sjónum og þakka menn skjótum viðbrögðum björgunarmanna, sem þar voru á ferð í þyrlu, að þau náðust lifandi á land. Danska lögreglan gaf út yfirlýsingu í fjölmiðlum þar í landi þar sem fólk var hvatt til að vera ekki að tefla lífi sínu í hættu með ferðum niður á strönd eða vera að labba á brimbrjótum í veðrinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR