Stjórnar systir Kim Jong Un, Kim Yo Jong, Norður-Kóreu í dag?

Grunsamlegt þótti þegar Ki Jong Un hvarf af sjónarsviðinu um nokkurt skeið. En allt í einu birtist einræðisherrann á sjónarsviðið að vígja verksmiðju og allar vangaveltur um heilsufar hans hurfu sem dögg fyrir sól.

En almenningur vill oft gleyma, samt ekki leyniþjónustum um víða veröld, að einræðisherrar styðjast við tvífara. Annars vegar eiga tvífararnir að taka morðtilraunir en hins vegar að spara sporin fyrir einræðisherranna. Mýmörg dæmi eru um einræðisherra sem nota tvífara.  Saddam Hussein studdist við tvífara sem og sonur hans Uday. Maó Zedong, kommúnistaleiðtoginn, notaði tvífara og líklega við hið sögufræga sund yfir Gulá (Yangtze) og fleiri einræðisherrar gerðu hið sama.

Nú hafa sprottið um stríðsástand milli Norður- og Suður-Kóreu að undanförnu, upp úr þurru að því virðist. Systir Kim Jong Un, Kim Yo Jong, virðist vera í fyrirsvari fyrir þessari stigmögnun. Af hverju? Og af hverju ekki í nafni leiðtogans mikla? Er það vegna þess að hann er dauður og systirin stjórnar ríkinu á bakvið tjöldin og reyndir að halda því saman með því að egna til ófriðar milli ríkjanna á Kóreuskaganum? Norður-Kóreumenn geta ekki leynt því endalaust að leiðtoginn sé dauður og ekki er endalaust að hægt að beita tvífara, sama hversu góður hann er.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR